fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Kynning

Kynlífsdrottningar og ójarðneskur unaður: Og já! G-bletturinn er ekki goðsögn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 4. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermosa.is tók við glænýju umboði fyrir sölu á Zalo-kynlífstækjum í júlí síðastliðinn, en vörurnar hafa heldur betur slegið í gegn úti í heimi, og ekki að ástæðulausu. „Zalo er afar framarlega þegar kemur að framleiðslu kynlífstækja fyrir konur og tókum við í sölu nokkrar vinsælar vörur frá þeim. Tvær af þessum vörum, Zalo Hero og Zalo Queen innihalda báðar alveg glænýja PulseWave™ unaðstækni sem hefur aldrei áður sést á markaðnum. Um er að ræða sérstaka mótortromlu sem hreyfir við og ýtir á G-blettinn. Og nei, G-ið stendur ekki fyrir „goðsögn“ heldur guðdómlegan unað!“ segir Kristín Björg Hrólfsdóttir, annar eigenda vefverslunarinnar Hermosa.is.

Hermosa er besta vinkona þeirra sem langar að kynna sér unað kynlífstækjanna á þægilegan, auðveldan og síðast en ekki síst skemmtilegan máta. „Markmiðið er að það sé einfalt að kaupa kynlífstæki á netinu. Reglan er því sú að bjóða upp á mest fjórar tegundir í hverjum vöruflokki. Það nennir enginn að skoða 300 dildóa sem gera allir nákvæmlega það sama. Frekar leggjumst við í rannsóknarvinnu til að finna góð kynlífstæki sem eru vinsæl erlendis og hafa gott orðspor. Þannig kynntumst við Zalo.“

 

Gullfalleg kynlífstæki

Það er engin ástæða til þess að fela Zalo vörurnar ofan í náttborðsskúffunni enda eru vörurnar gullfallegar og sóma sér sem stáss uppi á hvaða náttborði sem er. Að öllu gamni slepptu er hönnunin hjá Zalo fyrirtækinu fullkomin. Margar vörur frá þeim eru skreyttar með Swarovski-kristal og fengu Zalo-vörurnar verðlaun fyrir bestu umbúðirnar. „Við hjónin fengum tvær vörur til prófunar frá Zalo áður en við ákváðum að taka við umboðinu. Tilfinningin að fá pakkann í hendurnar og opna umbúðirnar var næstum því jafn unaðsleg eins og að nota vörurnar.“

Þess má geta að öllum Zalo-vörum fylgir tíu ára ábyrgð frá framleiðanda. „Komi upp framleiðslugalli á tækinu innan tíu ára fær kaupandinn 50% afslátt af næstu keyptu vöru frá fyrirtækinu. Ábyrgðin kemur beint frá framleiðandanum og er ekki bundin við seljandann.“

 

Drottning titraranna

Zalo Queen-titrarinn er miklu meira en bara titrari! „Drottningin er líklega fjölbreyttasta kynlífstækið sem við seljum. Hún er hvort tveggja hefðbundinn titrari og inniheldur PulseWave™ tæknina. Þá er um að ræða tvo mismunandi mótora sem virka saman eða hvor í sínu lagi. Einnig inniheldur hún forhitara sem eykur unað. Hægt er að stjórna Zalo Queen með snjallforriti og búa til titringsmynstur eða láta drottninguna dansa í takt við tónlist.“

Hermosa býður upp á sett með Zalo Queen sem inniheldur sérstakt hylki sem má klæða drottninguna í, og þá virkar hún eins og sogtæki. Zalo Queen var valið besta kynlífstækið fyrir konur árið 2019, besta lúxus-kynlífstækið og besta pakkningin.

Hetja á hvítum hesti

Zalo Hero er afar fjölhæfur titrari sem virkar í grunninn eins og egg. „Hetjan inniheldur PulseWave™ tæknina sem gerir tungu hetjunnar kleift að hreyfast allt að 75 sinnum á sekúndu. Hetjan er til þess hönnuð að veita ójarðneskan unað enda hreyfist engin mennsk tunga svona hratt. Titringsstillingarnar eru fjórar og PulseWave™ stillingarnar líka sem gefur möguleika á 16 mismunandi samsetningum. Einnig má nota hverja stillingu eina og sér.“

Hermosa.is selur einnig afar vandað Zalo FanFan paratæki. Um er að ræða kraftmikinn en hljóðlátan titrara. Mjórri endinn fer inn í leggöngin og örvar G-blettinn á meðan sá stærri liggur á snípnum og örvar hann. Báðir aðilar finna fyrir titringnum og því er tækið fullkomið í paraleikinn og hentar vel í flestum stellingum. Hermosa er einnig með til sölu Confidence nuddvendi, Corage titrara og kitlfjaðrir til sölu frá Zalo svo eitthvað sé nefnt.

Zalo Courage

„Við ætluðum aldrei að opna kynlífstækjaverslun“

Upphaflega byrjuðu Vilhjálmur og Kristín að flytja inn kynlífstækjadagatöl fyrir ein jólin, en þetta vatt fljótt upp á sig, sérstaklega þegar þau upplifðu verðósamræmið á þessum vörum hér heima. „Það var oft hátt í 50% verðálagning hjá íslenskum heildsölum ofan á það sem varan kostar á til dæmis Amazon með flutningi. Við sáum fjótt að við gátum auðveldlega boðið upp á miklu betra verð en aðrir og höfum haft það að markmiði alla tíð síðan. Einnig bjóðum við upp á fría sendingu burtséð hvað varan kostar.“ Umsagnirnar frá viðskiptavinum hafa verið fram úr hófi jákvæðar en það er ekkert skrítið að fólk sé ánægt að versla við aðila sem ber hag kúnnans fyrir brjósti. „Við bjóðum upp á lægra verð en samkeppnisaðilarnir á sömu vörum, fría heimsendingu og betri skilafrest. Svoleiðis viðskiptahættir geta ekki klikkað.“

Zalo Confidence

Fram til þriðjudagsins 8. október næstkomandi er 15% afsláttur af öllum Zalo vörum hjá Hermosa. Það er því ekki seinna vænna að næla sér í hágæða hjálpartæki ástarlífsins á enn betra verði!

Kíktu við í hermosa.is og skoðaðu úrvalið.

Facebook: Hermosa.is

Instagram: hermosaisland

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
Kynning
16.06.2023

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt
Kynning
04.05.2023

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS