fbpx
Föstudagur 24.maí 2024
Kynning

List fyrir alla: Listviðburðir fyrir öll börn á Íslandi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 10:00

Ljósmynd tekin á dansleikhúsverkinu FUBAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

List fyrir alla er metnaðarfullt verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmiðið er að velja og miðla listviðburðum af margbreytilegu tagi til barna og ungmenna um land allt. „Við viljum jafna aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Við leggjum ríka áherslu á að velja sérstaklega vel þegar kemur að viðburðum og listamönnum,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari og forsvarsmaður verkefnisins.

Fjölbreytt list fyrir fjölbreytta krakka

„Áhersla er lögð á að listviðburðirnir séu eins fjölbreyttir og kostur er og að þeir eigi sér stað á skólatíma. Annars vegar sendum við tilbúin verk í grunnskólana eða menningarstofnanir í bæjarfélaginu. Þá mæta börnin og upplifa listviðburð s.s. leikrit, hlusta á tónlist eða sjá danssýningu. Hins vegar erum við með listviðburði þar sem listamenn ferðast á milli grunnskólanna og virkja börnin í listsköpun hluta úr skóladegi eða í heilan dag. Einnig erum við með verkefni eins og Listalestina í samstarfi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands þar sem samþætting listgreina ræður ríkjum. Unnið er með listamönnum í tvo heila kennsludaga og í lokin er sett upp sýning á verkum krakkanna. Þá fáum við listamann sem sýningarstjóra. Krakkarnir mæta með aðstandendum og upplifa eigin verk oft í listasöfnum bæjarfélagsins.“

Mannfræði fyrir krakka.

„Við höfum náð að koma við í öllum grunnskólum á landsbyggðinni annað árið í röð með sérlega fjölbreytta listviðburði. Stundum náum við bara nokkrum árgöngum í hverjum grunnskóla fyrir sig. Þá pössum við að árið eftir verði eitthvað í boði fyrir hina árgangana, svo öll börnin í skólanum fái að kynnast fjölbreyttum listviðburðum á okkar vegum á tíu ára grunnskólagöngu sinni. Við leggjum áherslu á að koma við í öllum grunnskólunum utan Reykjavíkur þar sem börnin í höfuðborginni hafa óneitanlega fleiri tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttri list.“

 

FUBAR „Ég vissi ekki að dansverk gæti verið svona skemmtileg“

Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur og dansari, fór af stað í vetur með dansverkið FUBAR og uppskar tæra hrifningu áhorfenda víðast hvar um landið.

„FUBAR er óvenjulegt dansleikhúsverk þar sem ég segi fyrst sögur í um hálftíma. Þetta eru valdar tragíkómískar sögur úr lífi mínu sem 30 ára kona sem hefur dans að lifibrauði. Svo byrjar dansinn sem stendur yfir í um 40 mínútur. Allar sögurnar tengjast einni aðalsögu sem vindur úr í lok verksins. Ég fékk Jónas Sen til liðs við mig til þess að semja og spila tónlistina, auk þess sem hann dansar í sýningunni. Við fórum á Vestfirði, Austfirði, norður í land og svo til Vestmannaeyja.

Mig hefur lengi langað til að sýna á landsbyggðinni því ég hafði aldrei fengið tækifæri til þess, þó svo ég hafi margoft sýnt úti á landi í útlöndum. Það er mikilvægt að auka aðgang að listviðburðum á landsbyggðinni og ég sá mikilvægi þess þegar ég sýndi FUBAR í vetur. Margir krakkar komu til mín eftirá og sögðu að þeir hefðu aldrei getað ímyndað sér að dansverk gæti verið svona skemmtilegt. Þau höfðu mörg mjög fyrirframmótaðar hugmyndir um hvað dansverk væri og FUBAR var eitthvað allt annað. Til að fólk geti lært að meta menningu þá þarf það að hafa aðgang að henni og það er einmitt það sem List fyrir alla gerir. Upphaflega var verkið ekki samið fyrir börn en það var samt ótrúlega áhugavert að sýna það krökkum á grunnskólaaldri. Þau tengdu til dæmis við allt aðrar sögur en fullorðnir áhorfendur,“ segir Sigríður.

Skemmtileg og fjölbreytt verkefni úti um allt land

„Í vetur er List fyrir alla í samstarfi við 21 listverkefni sem dreifist jafnt yfir skólaárið. Nánar má finna umfjöllum um hvern viðburð á heimasíðunni listfyriralla.is. Í janúar og febrúar voru verkefnin Mannfræði fyrir krakka á Norðurlandi og FUBAR var með danssmiðju og sýndi í Vestmannaeyjum. Á vormánuðum ferðast sex ólík verkefni víðs vegar um landið og gleðja nemendur á ólíkum aldri. Við erum sérstaklega stolt að segja frá því að leiksýningin Fyrirlestur um eitthvað fallegt verður sýnd fyrir alla krakka í 8., 9. og 10. bekk í mars. Þetta eru 1.178 börn úr 19 grunnskólum á Norðurlandi sem sjá þessa frábæru sýningu.

Fyrirlestur um eitthvað fallegt.

Einnig förum við um Reykjanesið, Hafnarfjörð og Garðabæ með Djáknann á Myrká í mars. Tónskáldið Hugi Guðmundsson samdi splunkunýja tónlist við þjóðsöguna sem er flutt af framúrskarandi listafólki ásamt sögumanni sem leikles hina víðfrægu draugasögu.

Djáknann á Myrká.

Listalestin sem fjallað var um hér framar fer af stað á Akranes í maí. Einnig verður Sögur af nautum sýnt á Suðurlandi í mars og apríl. Sýningin er fyrir yngstu krakkana á vegum leikhópsins Miðnætti.

Sögur af nautum.

Í Salnum Kópavogi og Hörpu í apríl verða tónleikarnir The Fluteman Show fyrir 4.–7. bekk. Tónleikarnir eru með gamansömu ívafi, samdir og fluttir af Ungverjanum Gabor Vosteen sem býr og starfar í Berlín og getur spilað á 5 blokkflautur samtímis.

The Fluteman Show.

Að lokum má nefna Gull og grjót á skólalóðinni, stórskemmtilegt hönnunarverkefni í maí á Austurlandi þar sem krakkar í 1.–10. bekk kynnast hönnun og arkitektúr á eigin skinni,“ segir Elfa.

„Í augnablikinu auglýsum við eftir listviðburðum fyrir næsta skólaár 2019–2020 frá listamönnum hvaðanæva af landinu. Listviðburðirnir geta verið afar margvíslegir enda eru listir alls konar. Við auglýsum eftir viðburðum á sviði leiklistar og dans, tónlistar, myndlistar, kvikmyndagerðar, bókmennta, hönnunar og fleira.“

Nánari upplýsingar á listfyriralla.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
Kynning
16.06.2023

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt
Kynning
04.05.2023

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS