fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Korngrís: Fjölskyldubú með eigin fóðurræktun

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er Korngrís, fjölskyldusvínabú, sem hjónin Hörður Harðarson og María Guðný Guðnadóttir reka ásamt syni sínum, Björgvini Harðarsyni, og konu hans, Petrínu Þórunni Jónsdóttur.

„Svínabúið hefur verið rekið frá árinu 1978 og árið 2007 fórum við að þróa ræktun á innlendu hráefni sem notað er í fóðrið fyrir svínin,“ segir Björgvin. „Dýrin okkar eru alin á íslensku fóðri, byggi, repju og hveiti. Fóðrið jafnast á við það innflutta að gæðum. Við létum gera lauslega athugun á innihaldi fitu og þar kom fram að fita í kjöti dýra sem er alin á íslensku fóðri er hollari en hjá dýrum sem alin eru á öðru fóðri. “

Þegar góð uppskera er og afgangur af fóðri hefur Korngrís selt umframfóður og í fyrra seldu þau um 200 tonn. Meginmarkmiðið er þó að framleiða fyrir eigið bú.

Opna eigin kjötvinnslu um miðjan júní

„Við leggjum mest af okkar afurðum inn hjá SS en einnig er selt í beinni sölu í hálfum skrokkum, ýmist unnum eða óunnum. Algengara er að Íslendingar af erlendum uppruna vilji kaupa kjötið óunnið, þar sem þeir eru vanir því.“

Kjötið er keyrt eða sent til viðskiptavina á miðvikudögum.

Um miðjan júní opnar Korngrís eigin kjötvinnslu. „Þar munum við koma til með að vinna eigið kjöt og munum selja það aðallega á Suðurlandi og í uppsveitum Árnessýslu, bæði í verslunum og beint til viðskiptavina og þá er hægt að kaupa í hvaða magni sem er.

Pizzavagninn býður upp á botna að hluta til úr íslensku hveiti

Petrína og Björgvin Þór reka einnig Pizzavagninn, sem er búinn að vera í rekstri í 14 ár, hann er í rekstri allt árið og fer um uppsveitir Árnessýslu. Á heimasíðu hans, pizzavagninn.is, má sjá hvar hann er á ferðinni.

„Við  munum nýta eigin vinnsluvörur sem hráefni þar,“ segir Björgvin. „Við setjum upp litla kornvinnslu þar sem við nýtum eigið hveiti í pizzabotnana. Þetta verður komið í gang um miðjan júní, þannig að þá verða pizzubotnarnir að hluta til úr íslensku hveiti. Pizzavagninn verður því sannarlega beint frá býli.“

Upplýsingar um vinnslumöguleika og aðrar upplýsingar má finna á Facebook-síðu Korngríss. Pantanir og fyrirspurnir má senda á korngris@korngris.is

Heimasíða Korngrís.

Heimasíða Pizzavagninn.

Facebooksíða Korngrís.

Facebooksíða Pizzavagninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum