fbpx
Mánudagur 27.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

FókusKynning

Vísindamenn varpa ljósi það hver örlög Jarðarinnar verða

Athyglisverð uppgötvun vísindamanna við Leuven-stjörnufræðistofnunina

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 11. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítiseldar munu gera út af Jörðina og Sólin mun gleypa Merkúr og Venus eftir fimm þúsund milljónir ára, eða fimm milljarða ára. Vísindamenn við stjörnufræðistofnunina í Leuven í Belgíu gáfu lesendum Atronomy and Astrophysics-tímaritsins innsýn inn í það hvernig verður umhorfs í sólkerfi okkar í framtíðinni.

Notuðu öflugasta útvarpssjónauka heims

Vísindamennirnir notuðu öflugasta útvarpssjónauka heims til að skoða stjörnuna L2 Puppis sem er í 208 ljósára fjarlægð frá jörðu. L2 Puppis er það sem kallað er rauður risi en það er samheiti yfir stjörnur sem eru í raun deyjandi. Í stuttu máli blása þær út vegna þess að vetnisforði þeirra er uppurinn, en á meðan á þessu stendur kólna þær og verða rauðleitar.

Ástæða þess að vísindamenn beindu sjónum sínum að L2 Puppis er sú að eitt sinn var stjarnan svipuð og sólin okkar er í dag en er í dag rauður risi sem fyrr segir og í raun á lokastigum æviskeiðs síns.

Rauður risi í framtíðinni

Í umfjöllun Science Daily sem fjallaði um uppgötvun vísindamannanna er haft eftir Leen Decin, prófessor við Leuven-stofnunina, að eftir fimm milljarða ára verði sólin okkar rauður risi.

„Sólin mun breytast í rauðan risa og verða hundrað sinnum stærri en hún er í dag.“

„Sólin mun breytast í rauðan risa og verða hundrað sinnum stærri en hún er í dag,“ segir hann og bætir við að undir lokin, eftir um sjö milljarða ára, verði sólin orðinn hvítur dvergur og svipuð að stærð og Jörðin okkar er í dag en margfalt þyngri. „Ein teskeið af efni í hvítum dvergi vegur um fimm tonn,“ segir hann. Í umfjöllun á Stjörnufræðivefnum um hvíta dverga segir að þeir eigi það sammerkt að vera á stærð við jörðina en álíkta massamiklar og sólin. Þá segir að fjölmarga hvíta dverga sé að finna í nágrenni sólarinnar okkar, en allir séu þeir of daufir til að sjást með berum augum.

Vita ekki nákvæmlega hver örlög jarðar verða

Sem fyrr segir mun sólin okkar blása það mikið út að hún mun gleypa Venus og Merkúr, en vísindamenn vita ekki með fullkominni vissu hver örlög þriðju plánetu frá sólu, Jarðarinnar, verða. „Það sem við vitum er að sólin verður stærri og bjartari sem mun væntanlega til þess að allt líf mun þurrkast út á Jörðinni,“ segir Decin og bætir við að spurning sé hvort jörðin muni halda áfram að vera á sporbraut um hvíta dverginn sem sólin mun hægt og rólega breytast í.

Til að freista þess að svara þessari spurningu – og fleirum – fylgdust vísindamenn með L2 Puppis með aðstoð ALMA-útvarpssjónaukans. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna er L2 Puppis tíu milljarða ára gömul og var fyrir fimm milljörðum ára nánast eins og sólin okkar er í dag – með sama massa. Þá fannst pláneta á sporbraut um stjörnuna í 300 milljón kílómetra fjarlægð, eða tvöfalt meiri fjarlægð en jörðin okkar er frá sólu. Að mati vísindamannanna er það þessi pláneta sem varpar ljósi á hver örlög jarðarinnar verða eftir fimm milljarða ára.
Í greininni í Astronomy and Astrophysics-tímaritinu kemur fram að frekari rannsókna sé þörf en með þessari uppgötvun hafa fyrstu skrefin svo sannarlega verið stigin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Íslenskt grænmeti: Enn grænna!

Íslenskt grænmeti: Enn grænna!
Kynning
Fyrir 1 viku

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3