fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
HelgarmatseðillMatur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 11. nóvember 2022 14:00

Eyþór Rúnarsson yfirkokkur á Múlakaffi á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni sem er syndsamlega góður og sælkerarnir eiga eftir að missa sig yfir þessum réttum. MYND/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Rúnarsson matgæðingur, sjónvarpskokkur og yfirkokkur hjá Múlakaffi á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni sem er syndsamlega góður og á eftir að slá í gegn. Eyþór sviptir hulunni af uppáhalds rétt fjölskyldunnar sem allir matgæðingar eiga eftir að missa sig yfir.

Gaman er að geta þess að Eyþór heldur úti glæsilegri heimasíðu þar sem hann ljóstrar upp sínum uppskriftum. Þar eru meðal annars mikið af ljúffengum jólauppskriftum og hugmyndum af brönsréttum sem njóta mikilla vinsælda í dag. Hægt er að fara inn á heimasíðuna hans hér.

„Ég hef gaman að því að elda allan mat en þegar ég elda heima vill ég helst elda léttan mat á virkum dögum fisk og kjúkling. Um helgar er alltaf gaman að gera vel við sig með góðum pastarétti og steik ef að tími vinnst til. Svo skemmir ekki að hafa gott rauðvínsglas með,“ segir Eyþór.

Öll fjölskyldan hefur gaman að því að borða góðan mat og á sínar gæðastundir við matarborðið. „Uppáhaldsréttur fjölskyldunnar er einmitt Kjúklingamilanesið sem að ég er að gefa uppskriftina af. Það elska allir það bæði fullorðnir og öll börnin á heimilinu.“

Skatan á sínum stað á Þorláksmessu

Þessa dagana er mikið að gera hjá Eyþór enda styttist óðum í aðventuna og jólin eru handan við hornið. „Við hjá Múlakaffi erum að undirbúa jólamatseðlana þessa dagana. En við byrjum að afgreiða jólahlaðborðin og jólasmáréttina okkar 18. nóvember næstkomandi sem er bara í næstu viku. Annar er þetta búiða að vera mjög skemmtilegta haust hjá okkur með mikið af stórum og smáum veislum. Skatan verður á sínum stað á Þorláksmessu. Svo erum við mjög spennt fyrir Þorranum en það stefnir allt í met þorra hjá okkur á næsta ári,“ segir Eyþór og þakklátur fyrir að geta haldið í hefðir á eðlilegan hátt aftur.

„Gaman er að segja frá því að Múlakaffi var að opna nýjan hádegisverðarveitingastað á Höfðatorgi sem að heitir Intro en Bjarki Freyr fyrverandi yfirkokkur á Tapasbarnum til margra ára leiðir það verkefni og er að gera mjög skemmtilega hluti þar.“

Eyþór kann svo sannarlega að njóta þess á milli þegar hann er í vinnu og leyfir sér þá að fá sér góðan rétt og drykk. „Alltaf gott að fá sér góða steik eins og er hérna fyrir neðan með góðu rauðvínsglasi.“ Eyþór býður líka upp á þessa dýrindis steik sem enginn verður svikinn af, sjá hér: Nautasteik Eyþórs.

Hér kemur þessi syndsamlega góði sælkerahelgarmatseðill úr smiðju Eyþór sem þið eigið eftir að missa ykkur yfir.

Föstudagur – Dýrindis nautakinnar

Dýrindis nautakinnar að hætti Eyþórs

Laugardagur – Uppáhaldsréttur fjölskyldunnar – Kjúklingamilanese

Syndsamlega ljúffengt Kjúklingamilanese 

Sunnudagur – Bröns pitsa sem kitlar bragðlaukana

Brunch pizza með pestó eggjum pepperoni pylsum og kotasælusalati

Njótið vel og gleðilega helgi.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
Matur
Fyrir 2 vikum

Svona er best að geyma egg

Svona er best að geyma egg
HelgarmatseðillMatur
28.10.2022

Berglind sviptir hulunni af sínum ómótstæðilega og ljúffenga helgarmatseðli

Berglind sviptir hulunni af sínum ómótstæðilega og ljúffenga helgarmatseðli
Matur
27.10.2022

Hrekkjavökukaka eins og þær gerast bestar – dásamlega mjúk súkkulaðikaka í hrekkjavökubúning

Hrekkjavökukaka eins og þær gerast bestar – dásamlega mjúk súkkulaðikaka í hrekkjavökubúning