fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
HelgarmatseðillMatur

Þór bæjarstjóri á Nesinu býður upp á helgarmatseðilinn – Elskar að elda

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 14. október 2022 15:00

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri DV/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að hinum viðfræga helgarmatseðli matarvefs DV.is  sem hefur slegið í gegn síðustu vikur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og að eigin sögn ástríðukokkur býður að þessu sinni upp á helgarmatseðilinn.

„Það er í nógu að snúast hjá sveitar- og bæjarstjórum þessa dagana því menn liggja yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Umhverfið og ytri aðstæður eru ekki alveg eins við viljum sjá þessa daganna enda er verðbólgan að fara ansi illa með okkur. Áætlanagerð tekur auðvitað mið af því og því miður erfitt að uppfylla óskir allra þó viljinn sé svo sannarlega fyrir hendi.

Fyrstu mánuðir í starfi hafa verið annasamir. Ég gaf það út í kosningabaráttunni að ég yrði mikið út í stofnunum bæjarins að hitta okkar frábæra starfsfólk og hef staðið við það. Það er svo mikilvægt að vera partur af jákvæðri og góðri liðsheild þar sem samskipti eru lykilatriði. Þó á móti blási aðeins þá töpum við sko ekki gleðinni,“ segir Þór léttur í lund þrátt fyrir allt.

„Ég elska að elda og sé mikið til um það á okkar heimili. Ég er ekki endilega að styðjast við uppskriftir en kíki þó stundum í þær. Mér finnst gaman að nota „gut feeling“ og prófa mig áfram,“ segir Þór. Þór er mikill hægeldunar-maður og elska súpur, lambaskanka og svona „tuddamat“ og heimilismat.  „Flestum heima finnst þetta meiriháttar en frúin sagði þó stopp þegar rjúkandi heit indælis kjötsúpa tók á móti henni á afmælisdegi hennar á hásumri í lok júlí í sól og 20 stiga hita. Kjötsúpa er bara svo góð,“ segir Þór og hlær.

Hér eru pælingar Þórs um matseðil helgarinnar sem hann ætlar að bjóða upp á.

Föstudagur – Heimatilbúin pitsa eða aðkeypt – Ananas viðkvæmt mál út á Nesi

„Á föstudögum erum við oftast svolítil sófadýr og þá er annaðhvort heimabökuð pitsa eða aðkeypt pitsa sem verða oftast fyrir valinu. Ef við gerum pitsuna sjálf þá er það klassíkin en ef við pöntum þá er það Ráðagerði eða Rauða Ljónið en á báðum stöðum eru klassa þunnbotna pitsur,“ segir Þór.

Pitsusúrdeig flatt út og pitsusósa frá Stonewall Kitchen borin á. Ég vil yfirleitt skinku sveppi og stundum ananas en eins og menn vita er ananas viðkvæmt mál út á Nesi. Er líka stundum í pepperoni, sveppum og lauk.  Bara svona eftir því hvað er til að hverju sinni. Svo er pitsaosturinn frá Gott í matinn í rauða pokanum og dass af góðri ólífuolíu, til dæmis Oliva yfir. Beint í ofninn á 200°C í um það bil 10 til 15 mínútur og allir hamingjusamir,“ segir Þór og brosir.

Laugardagur – Lambatvírifjur úr Melabúðinni steinliggja

„Á laugardögum er betri tími til að gera vel við sig og sína. Þá reyni ég að grilla eins oft og við er komið. Nú er hins vegar ansi blautt og þá tek ég þetta bara í eldhúsinu. Okkur finnst rosa gott að grilla lambakjöt og verður það lang oftast fyrir valinu. Mér finnst svo ómissandi að grilla gott nautakjöt inn á milli. Það þarf þó að vera vel fitusprengt til að það sé lungamjúkt. Við eigum sumarhúsið Nýhöfn í Kjósinni og þar er alltaf grillað og boðið upp á fordrykk sem heitir Nýhöfn special. Hann samanstendur af Ólafsson gini, límónu, klaka, ferskum berjum og rasberry tonic. Mæli með.“

En á laugardaginn ætla ég að hafa lambatvírifjur sem ég fæ í Melabúðinni. Byrja á að létt steikja í smjöri og ólífuolíu og krydda með salti og pipar og sett aðeins af myntu. Passa að steikja ekki of mikið og svo í eldfast mót inn í ofn á 160°C í 3 – 4 mínútur og hvíla svo í annað eins. Svo aftur inn og þá á þetta að vera neglt og algjörlega skothelt. Með þessu stytti ég mér leið og býð upp á bestu tilbúnu bernaise sósu landsins sem er auðvitað frá Pétri í Melabúðinni. Gott þarf alls ekki að vera flókið. Við gleymum ekki meðlætinu með lambinu en það er strangheiðarlegt íslenskt smælki sem við smjörsteikjum á pönnu og með dassi af rósmaríni. Ef ég á sprettur eða æt-blóm eða bara klettasalat, rauðlauk, olíu og ristaðar hnetur þá er það bara fínt. Svo eru tvírifjur svo flottar á diski eins og sjá má. Ekki má gleyma góðu rauðvínsglasi með ef vill. Þetta er svo gott.“

Sunnudagur – Syndsamlega góður kjúklingur Milanese

„Á sunnudögum finnst mér stundum sniðugt að nota afgang af til dæmis nauta- eða lambakjöti sem ekki hefur klárast á laugardagskvöldinu á utan. Þá geri ég gjarnan mína útgáfu af smörrebröd sem er alltaf vinsælt heima. Kjötið þunnsneitt og nýtt maltbrauð er skilyrði – síðan er frjáls aðferð heimilisfólks með bernaise sósu eða piparosta sósu og meðlæti á brauðið. Allir verða þó að fá sér steiktan lauk og þunnsneiddan tómat.“

„Ég ætla samt næsta sunnudag að semja við frúna að útbúa mjög góðan rétt sem hún fullkomnar alltaf, kjúkling milanese sem er svo góður.“

Kjúklingur Milanese

„Kjúklingabringur sneiddar í tvennt eftir endilöngu – kryddaðar með salti og pipar og ítalskri hvítlauksblöndu lagðar í hrært egg og rasp og mjög létt steiktar úr ólífuolíu. Síðan í bakarofn á 160°C í 3-6 mínútur. Með kjúklingnum er borðið fram soðið ferskt spaghetti og nóg af Mutti tomato polpa og góður parmesan ostur. Ómissandi er að hafa sneið af sítrónu með til að kreista yfir kjúklinginn. Þessi réttur er einfaldur en alveg meiriháttar góður og mjög vinsæll heima hjá mér enda er ég vel giftur maður,“ segir Þór að lokum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa