fbpx
Fimmtudagur 10.október 2024
Kynning

12 dagar á 42 fermetra hóteli kosta 1 milljarð: Innlit í fyrsta geimhótelið

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu búinn að ferðast um alla jörðina og langar að prófa eitthvað ójarðneskt? Hefur þig dreymt um að svara í símann og segja „Ég kemst ekki í kvöld, ég er ekki á jörðinni“? Áttu milljarð til að eyða í nokkurra daga frí? Þá er Aurora-hótelið eitthvað fyrir þig.

Um er að ræða fyrsta „lúxus-geimhótelið“ sem komið verður í sporbaug umhverfis jörðu árið 2021. Hótelið er hannað af tækifyrirtækinu Orion Span og á að taka á móti fyrstu gestunum eftir fjögur ár. Hótelið er aðeins 42 fermetrar og pláss er fyrir fjóra gesti, tólf daga í einu, ásamt tveimur starfsmönnum.

Aurora-hótelið fer eina ferð umhverfis jörðina á 90 mínútum sem þýðir að gestir fá að upplifa dag og nótt sextán sinnum á sólarhring. Aðal aðdráttaraflið er að fá að lifa í þyngdarleysi en gestir fá að taka þátt í rannsóknum, rækta grænmeti og reyna að koma auga á heimabyggð sína úr 320 km fjarlægð úr lofti.

Verðmiðinn er hár, bara til að bóka pláss þarf hver gestur að reiða fram 8 milljónir króna, svo kostar 12 daga dvöl rúman milljarð. Svo þurfa gestir einnig að undirgangast ítarlega læknisskoðun áður en farið er um borð í eldflaugina sem fer upp í geimstöðina. Frank Bunger, stofnandi og forstjóri Orion Span segir þó í samtali við Robb Report að hann sjái fram á að verðmiðinn lækki þegar líður á næsta áratuga:

„Okkar markmið er í grunninn að koma sem flestum upp í geim með það að langtímamarkmiði að búa í geimnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi
Kynning
24.10.2023

Bjóða upp á ferðir til ítölsku vetrarparadísarinnar sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við

Bjóða upp á ferðir til ítölsku vetrarparadísarinnar sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við
Kynning
18.10.2023

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks 

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks