fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Jóhanni risa fannst niðurlægjandi að vera sýningargripur

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. mars 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann K. Pétursson, var hæsti Íslendingur sem vitað er um og einn af hæstu þekktu manneskjum sögunnar. Gjarnan var hann kallaður Jóhann Svarfdælingur en stundum Jóhann risi. Í Ameríku þar sem hann kom fram í fjölleikahúsum og kvikmyndum var hann titlaður The Viking Giant. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir hjá Byggðasafninu Hvoli á Dalvík, þar sem munir Jóhannesar eru geymdir, sagði DV frá ævi hans.

Lokaður inni

Jóhann var fæddur á Akureyri árið 1913 en ólst upp í Svarfaðardal sem hann er kenndur við. Átta systkini átti Jóhann og fjölskyldan var fátæk og hann var sendur í fóstur. Þrettán ára byrjaði hann að vaxa langt umfram það sem eðlilegt taldist.

Íris segir: „Steingrímur Matthíasson, læknir á Akureyri, fór með Jóhann árið 1935 í rannsóknir til Danmerkur. Einhvern veginn endaði það þó þannig að Jóhann fór í sirkus í Dyrehavsbakken og það var selt inn sýningar á honum. Hann var lokaður inni á daginn en fékk að fara út á kvöldin. Svona var líf þeirra sem voru öðruvísi á þessum tíma.“

Jóhann mældist 220 sentimetrar árið 1935 en ekki var hægt að stöðva vöxtinn. Hæstur varð hann 234 sentimetrar og 163 kíló að þyngd. Í sýningum var þó fullyrt að hann væri 268 sentimetrar og hæsti maður heims. „Hann samsvaraði sér vel og var hörkumyndarlegur. Þess vegna kom hann fram í kvikmyndum.“

Óánægður með Íslendinga

Jóhann kom fram með fjölleikahúsum og í skemmtigörðum í Evrópu fram á stríðslok. Þá flutti hann heim til Íslands og setti upp kvikmyndasýningar víðs vegar um land auk þess sem hann sýndi sig og sagði sögur. Jóhann átti einnig sérsmíðaða harmoniku sem hann spilaði ævinlega á í sýningum.

Hvað fannst honum um hlutskipti sitt í lífinu?

„Hann var mjög óánægður með það og óánægður með Íslendinga. Hann langaði til að búa hér á landi og opna tóbaksverslun en fékk enga fyrirgreiðslu. Því var hann hrakinn aftur út í heim til þess að vera sýningargripur sem honum fannst vera niðurlægjandi. Hann starfaði við þetta þangað til hann var orðinn veikur og gamall en þetta var ekki hlutskipti sem hann valdi sér sjálfur.“

Árið 1948 flutti Jóhann til Bandaríkjanna og næstu fimmtán árin ferðaðist hann um með þekktum fjölleikahúsum þar í landi, svo sem Baileys, Barnum og Ringling Bros. Árið 1963 keypti hann vagn og hóf eigin rekstur til ársins 1972 þegar hann settist í helgan stein.

Var heilsuveill alla tíð.
Jóhann K. Pétursson Var heilsuveill alla tíð.

Einn af síðustu sýningargripunum

Alla tíð var Jóhann heilsuveill maður og slæmur í baki. Síðustu tíu ár ævi sinnar kom hann nokkrum sinnum til Íslands, meðal annars til að sækja læknisþjónustu og endurhæfingu á Reykjalundi. Eftir slys á heimili sínu í Flórída árið 1982 flutti hann heim til Íslands og bjó síðustu tvö árin á dvalarheimilinu á Dalvík þar sem honum var mjög vel tekið.

„Jóhann var einn af þeim síðustu sem lentu í þessu. Um það leyti sem Jóhann hætti að koma fram hættu sirkusarnir með þessar „viðundrasýningar“ sem voru auðvitað ekki æskilegar, þar sem voru skeggjaðar konur, risar, dvergar og svo framvegis. En honum var margt til lista lagt og lífið var ekki eintóm eymd.“

Jóhann kvæntist aldrei en átti eina dóttur, Gertrud, með danskri barnsmóður. Sú stúlka var gefin í fóstur fjögurra ára gömul en Jóhann kynntist henni aftur síðar á lífsleiðinni. Alla tíð var Jóhann í miklum tengslum við fjölskyldu sína hér á Íslandi og var vel með á nótunum í þjóðmálunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Lögregla varar við óprúttnum aðilum sem braska með seðla í verslunum

Lögregla varar við óprúttnum aðilum sem braska með seðla í verslunum
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum
Fallinn strompur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Aukin þjónusta við íslenskt knattspyrnuáhugafólk: App sem breytir miklu

Aukin þjónusta við íslenskt knattspyrnuáhugafólk: App sem breytir miklu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum
Litaleikir Hannesar
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Kostar 1,4 milljarða að malbika 35 kílómetra í Reykjavík í sumar

Kostar 1,4 milljarða að malbika 35 kílómetra í Reykjavík í sumar
Matur
Fyrir 5 klukkutímum

Vöfflur eins og þú hefur aldrei smakkað þær áður – Epísk uppskrift

Vöfflur eins og þú hefur aldrei smakkað þær áður – Epísk uppskrift