fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024

Grimmdarverk í Georgetown

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er haft á orði að vegir Guðs séu órannsakanlegir og engin ástæða til að bera brigður á þá fullyrðingu, sé maður þannig þenkjandi. Slíkt hið sama má segja um vegi réttlætisgyðjunnar og eru þess mýmörg dæmi.

Saga þessi hefst að kvöldi fimmtudags, 28. september árið 2000, á heimili Camm-fjölskyldunnar í Georgetown í Indiana-fylki í Bandaríkjunum.

Í bílskúr fjölskyldunnar fundust lík eiginkonu Davids Camm, Kim, og tveggja barna, Brads, sjö ára, og Jill, fimm ára. Þau höfðu öll verið skotin til bana.

Camm-fjölskyldan
David, Kim og börnin tvö.

David Camm, sem var fyrrverandi fyrrverandi fylkislögreglumaður, fann líkin þegar hann, að eigin sögn, kom heim eftir að hafa leikið körfubolta við kirkju í grennd við heimilið.

Reyndi endurlífgun

Samkvæmt dómskjölum hafði David verið í körfubolta frá klukkan sjö um kvöldið til klukkan 20 mínútur yfir níu. „Síðan ók hann heim og fann Kim, sem hann ályktaði samstundis að væri dáin, liggjandi við hlið Bronco-bifreiðar hennar. Síðan sagðist hann hafa litið inn í bílinn og séð Jill og Brad. David Camm hélt að Brad væri hugsanlega á lífi og tók hann úr bílnum, lagði hann á gólf bílskúrsins og reyndi endurlífgun.“

Sagðist David hafa hringt í lögregluna og síðan hlaupið heim til afa síns, sem bjó hinum megin götunnar, og sagt honum tíðindin.

Skothvellir í kvöldkyrðinni

Sunnudaginn 1. október var David handtekinn og kærður fyrir þrjú morð. Talið var að dauða Kim og barnanna hefði borið að skömmu eftir 21.15. Vitni sagði að á milli 21.15 og 21.30 hefði það heyrt þrjá hvelli, sem hugsanlega hefðu verið skothvellir.

Þann 3. október sagði annað vitni að það hefði heyrt þrjá skothvelli nálægt heimili Camm-fjölskyldunnar skömmu eftir þann tíma sem David fullyrti að hann hefði hætt að leika körfuknattleik með vinum sínum.

Deilt um blóðbletti

Fyrstu réttarhöld í máli Davids Camm hófust um miðjan janúar árið 2002 í Floyd-sýslu. Það var mat réttarmeinafræðings að Kim og börnin hefðu verið myrt um átta leytið um kvöldið.

David Camm
Hélt alltaf fram sakleysi sínu.

Ákæruvaldið fullyrti að blóðblettir á skyrtu Davids umrætt kvöld hefðu komið til er hann skaut fjölskyldu sína. Verjandi vísaði því á bug og sagði það tilkomið vegna þess að David hefði athugað lífsmörk barna sinna.

Ellefu vitni báru að David hefði verið í körfubolta frá klukkan 19.00 til 21.00.

Vitlaus símhringingaskrá

Skrá yfir símhringingar sýndi að David hafði hringt heiman frá sér klukkan 19.19 sem benti til þess að frásögn vitna væri ekki áreiðanleg. Starfsmaður símafyrirtækisins sagði aftur á móti að símtalið hefði átt sér stað klukkan 18.19, en vegna tölvubilunar virtist sem það hefði átt sér stað klukkutíma síðar.

Engu að síður varð það niðurstaða kviðdóms að David væri sekur og hann fékk 195 ára fangelsisdóm 11. apríl árið 2002.

Óviðeigandi vitnisburður kvenna

Áfrýjunardómstóll ógilti þann dóm í ágúst 2004. Talið var að vitnisburður tólf kvenna hefði haft áhrif á niðurstöðu kviðdóms á David Camm. Sögðust konurnar annaðhvort hafa átt í sambandi við hann eða að hann hefði leitað eftir nánari kynnum við þær.

Í nóvember, sama ár, lagði saksóknari, Keith Henderson, fram ákæru á hendur David Camm að nýju.

Málið tekur nýja stefnu

Í febrúar árið 2005 féll grunur á Charles nokkurn Boney. Það hafði verið vitað síðan 2003 að lífsýni úr óþekktum karlmanni hafði fundist á peysu sem fannst á vettvangi.

Charles Boney
Á vettvangi fannst peysa sem hann hafði átt.

Árið 2005 var lífsýninu rennt í gegnum gagnagrunn og í ljós kom að það tilheyrði Charles.

Charles þessi var vafasamur pappír og að sögn fyrrverandi eiginkonu hans hafði hann barið hana, hótað að drepa hana og notað rafbyssu á hana. En hún trúði samt á sakleysi hans í þessu máli. „Ég veit að hann á í vandræðum með skapið,“ sagði hún.

Fingraför á bílnum

Charles viðurkenndi að hafa átt peysuna, en hann hefði losað sig við allan fangelsisfatnað sinn þegar hann losnaði úr fangelsi, þremur mánuðum áður en morðin voru framin. Hann hefði farið með fötin til Hjálpræðishersins.

Peysan hafði í sjálfu sér ekki haft mikla þýðingu ein og sér, en einnig fundust fingraför Charles á bíl Davids.

Charles sagðist hafa komið á heimili Camm-hjónanna til að selja skammbyssu um svipað leyti og morðin voru framin.

Þann 5. mars, 2005, var Charles handtekinn og ákærður. Fjórum dögum síðar voru ákærur á hendur David Camm felldar niður, en það reyndist honum skammgóður vermir.

Tveir sakborningar

Tilkynnt var að réttað yrði yfir Charles og David samtímis. Báðir voru ákærðir fyrir þrjú morð. Réttarhöldin skyldu hefjast 9. janúar, 2006.

Í millitíðinni, í september 2005, var leitað daglangt að morðvopninu í vatni í Floyd-sýslu. Vatnið er í um 20 kílómetra fjarlægð frá heimili Camm-fjölskyldunnar í Georgetown. Leitin bar engan árangur.

Peysa Boney Kom mjög við sögu í réttarhöldunum.

Þann 26. janúar, 2006, var Charles Boney sakfelldur fyrir morðin og viku síðar fékk hann 225 ára fangelsisdóm. Hann áfrýjaði dómnum en 2008 var úrskurðað að dómurinn skyldi standa.

Tekist á í réttarsal

Í öðrum réttarhöldunum yfir David Camm, sem hófust í janúar 2006, fullyrti saksóknarinn, Keith Henderson, að Kim hefði uppgötvað að David nýddist kynferðislega á Jill, dóttur þeirra. Hann hefði síðan myrt alla fjölskylduna til að fela glæpinn. Vinur Kim bar vitni og sagði að Kim hefði ekki verið eins og hún átti að sér vikurnar fyrir morðin og hefði ætlað að fara með börnin til Flórída.

Verjandinn vísaði þessu á bug og sagði ekkert benda til annars en Kim hefði verið hamingjusöm; hún hefði meðal annars verið nýbúin að taka svefnherbergi hjónanna í gegn.

Þann 13. febrúar lagði saksóknarinn málið í hendur kviðdóms. Þá lá fyrir vitnisburður tveggja lækna sem töldu að Jill hefði verið misþyrmt kynferðislega. Til að gera langa sögu stutta þá komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu, 3. mars, að David Camm væri sekur.

Sáttur saksóknari

Keith Henderson var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði að ljósi þess að Camm hefði verið sakfelldur í tvígang teldi hann litlar líkur á áfrýjun.

Henderseon var helst til fljótur að fagna því dómnum var áfrýjað á þeim forsendum að hann hefði í lokaorðum sínum talað um að Camm hefði níðst kynferðislega á dóttur sinni. Að mati áfrýjunardómstólsins var fátt ef nokkuð sem studdi þá fullyrðingu, sem hefði þó án efa haft áhrif á kviðdómara.

Í desember, 2009, lagði Henderson fram ákæru á hendur David Camm, enn og aftur.

Sérstakur dómari

Í júní 2010 fóru verjendur Camm fram á sérstakur dómari yrði skipaður og fengu því framgengt. Tæpu ári síðar fóru verjendurnir fram á að nýr sérstakur saksóknari yrði fenginn í stað Keiths Henderson. Þeim fannst ekki við hæfi að maður sem hefði skrifað undir samning um ritun bókar um morðin færi fyrir ákæruvaldinu.

Í febrúar, 2012, var skipaður nýr saksóknari í málinu. Ákveðið var að réttarhöld hæfust 5. ágúst, 2013, í Boone-sýslu í Indíana og gert ráð fyrir að Charles Boney myndi bera vitni.

Þráttað um Boney og fleira

Í aðdraganda þriðju réttarhaldanna þráttuðu sækjandi og verjandi um hve mikið rými vitnisburður Boney skyldi fá. Vörnin lagði hart að nýjum, sérstökum saksóknara að hún fengi, í ljósi glæpaferils Boney, að reifa þann möguleika að hann og enginn annar hefði staðið að morðunum á Camm-fjölskyldunni. Camm hefði ekki átt nokkra að aðild að þeim.

Bílskúrinn
Kim og börnin fundust skotin til bana í Bronco-bifreið.

Ásakanir gengu á víxl og sakaði sækjandi verjanda, og öfugt, um að tefja málið, leyna upplýsingum um sérfræðivitni og sönnunargögn ýmis.

Vörnin fékk heimild til að láta rannsaka frekar lífsýni í áðurnefnda peysu sem fannst á vettvangi.

Málalyktir

Á meðal þeirra sem rannsökuðu peysuna fyrir ákæruvaldið árið 2006 var Robert nokkur Stites. Við þriðju réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa logið um réttindi sín á þeim tíma; hann hefði aldrei fengið innritun í mastersnám eða nokkuð slíkt. „Í raun og veru þá fékkstu falleinkunn í almennri efnafræði,“ sagði verjandinn við Stites. Robert Stites gaf í skyn að sækjandinn á þeim tíma hefði hjálpað til við að fegra réttindi hans.

Fyrrverandi yfirmaður réttarmeinafræðideildar New York-borgar taldi ekki raunhæft að byggja mál á þremur óljósum blóðblettum á peysu.

Enn og aftur, til að gera langa sögu stutta; 24. október, 2013, var David Camm sýknaður af öllum ákærum. Þannig fór nú það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu myndina: Á brjóstunum til að auglýsa barnabók sína – Eyddi henni eftir mörg ljót skilaboð

Sjáðu myndina: Á brjóstunum til að auglýsa barnabók sína – Eyddi henni eftir mörg ljót skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Árni Tómas segir sprautufíklana hans líða vítiskvalir

Árni Tómas segir sprautufíklana hans líða vítiskvalir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Forseti Barcelona grátbiður Xavi um að hætta við að hætta

Forseti Barcelona grátbiður Xavi um að hætta við að hætta
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Fékk áfall þegar hún fór í gegnum tölvu látins eiginmanns síns – „Ég áttaði mig á því að ég þekkti hann aldrei“

Fékk áfall þegar hún fór í gegnum tölvu látins eiginmanns síns – „Ég áttaði mig á því að ég þekkti hann aldrei“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þessum stofnunum treysta landsmenn best

Þessum stofnunum treysta landsmenn best