fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022

Líf og dauði í ævi Louise

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Lofie Louise Preslar var ekki við eina fjölina felld í karlamálum. Louise fæddist 20. september, 1880, í Bienville í Louisiana.

Fjölskylda hennar var ágætlega efnuð og hún fékk fyrsta flokks menntun, og dýra, en var vikið úr skóla vegna ósæmilegrar hegðunar.

Ekki við eina fjölina felld
Louise flögraði á milli karlmanna.

Árið 1903 giftist Louise farandsölumanni, Henry Bosley, en hjónabandið varð endasleppt. Henry svipti sig lífi eftir að hafa komið að Louise með öðrum karlmanni. Louise settist þá að í Boston, bjó þar um skeið og sá sér farborða sem háklassa vændiskona. Til að drýgja tekjurnar enn frekar stal hún verðmætum af viðskiptavinum sínum.

Slapp fyrir horn

Síðar flutti Louise til Waco í Texas. Þar hóf hún samband við auðugan olíubarón, Joe Appel. Herra Appel kembdi ekki hærurnar því hann fannst myrtur og hafði einhver látið greipar sópa um skartgripahirslur hans.

Louise var sökuð um glæpinn en tókst að sannfæra kviðdóm um að hún hefði banað honum þegar hann reyndi að nauðga henni, og þar við sat.

Árið 1913 giftist Louise hótelstarfsmanninum Harry Faurote. Hann hlaut sömu örlög og fyrsti maður Louise og framdi sjálfsmorð eftir að hafa komið að henni í rúminu með öðrum manni.

Enn einn olíujöfur

Næstur á dagskrá hjá Louise var sölumaður að nafni Richard Peete. Þau gengu í hjónaband árið 1915 og eignuðust eina dóttur. Louise var við sama heygarðshornið, yfirgaf eiginmann og dóttur og flutti til Los Angeles.

Herra og frú Peete
Richard framdi sjálfsmorð líkt og tveir aðrir eiginmenn Louise.

Þar bjó hún með Jacob C. Denton, sem líkt og herra Appel var auðugur olíujöfur. Jacob hvarf árið 1920 og virtist týndur og tröllum gefinn. Þegar lögfræðingur Jacobs loks fékk lögregluna til að leita í híbýlum hans hafði Louise lagt land undir fót. Hún fór til Denver í faðm eiginmanns síns, Richards … ef einhver skyldi hafa gleymt nafni hans.

Lífstíðardómur

Lík Jacobs C. Denton fannst og Louise var ákærð fyrir morðið á honum. Í þetta skipti dugði ekkert elsku mamma og Louise fékk lífstíðardóm. Hún varði 18 árum á bak við lás og slá og einhvern tímann meðan á afplánun hennar stóð svipti Richard sig lífi.

Fær reynslulausn
Louise afplánaði 18 ár af lífstíðardómi.

Eftir 18 ár fékk Louise reynslulausn og réð sig í vinnu sem ráðskona fyrir konu að nafni Jessie Marcy … sem fór yfir móðuna miklu ekki löngu síðar. Öldruð samstarfskona Louise féll einnig frá og ekki talið allt með felldu við fráfall hennar. Ekkert var þó aðhafst í málinu.

Dauði og mannshvarf

Louise fékk í kjölfarið vinnu hjá Emily nokkurri Dwight Latham. Emily þessi hafði reynst Louise haukur í horni þegar hún sótti um skilorð fyrrum. Nú, Emily dó og var andlát hennar, líkt og Jessie Marcy, talið hafa borið að með eðlilegum hætti.

Árið 1944 fékk Louise enn eitt ráðskonustarfið. Í þetta sinn hjá fólki í Pacific Palisades í Kaliforníu. Þar var um að ræða Arthur C. Logan og eiginkonu hans, Margaret. Um svipað leyti giftist hún manni að nafni að nafni Lee Borden Judson.

Falsaðar undirskriftir

Margaret Logan hvarf og grunsemdir vöknuð um að maðkur væri í mysunni þegar einhver rak augun í illa falsaðar undirskriftir á tékkum hennar sem og bréfum til skilorðsfulltrúa Louise.

Lee Borden var eftir yfirheyrslu útilokaður sem gerandi í málinu. Það gekk þó svo nærri honum að hann framdi sjálfsvíg daginn eftir, þann 12. janúar 1945, með því að henda sér út um glugga á 13. hæð skrifstofubyggingar í Los Angeles.

Dauðadómur

Líkið af Margaret fannst síðar niðurgrafið í garði. Hún hafði verið skotin í bakið og barin í höfuðið. Louise fullyrti að Arthur hefði skyndilega fengið brjálæðiskast og gengið af konu sinni dauðri. Sjálf hefði hún fyllst ótta vegna eigin forsögu og því hefði hún grafið líkið í garðinum.

Endalokin tilkynnt
Louise tók örlögum sínum af reisn.

Louise átti engu láni að fagna þegar þarna var komið sögu. Hún var sakfelld fyrir morðið á Margaret Logan og dæmd til dauða.

Yfirveguð á lokastund

Þann 11. apríl, 1947, gekk Louise inn í gasklefann í San Quentin. Hún brosti og virtist hin rólegasta. Hún kinkaði kolli til fangelsisstjórans. Hún var samvinnuþýð þegar henni var komið fyrir í stólnum og vörðurinn sem sá um það klappaði blíðlega á öxl hennar. „Vertu alveg róleg,“ sagði hann lágum rómi við Louise sem muldraði þakkarorð.

Tíu mínútum síðar var Louise, þá 66 ára, öll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

City að undirbúa tilboð í Kieran Tierney

City að undirbúa tilboð í Kieran Tierney
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Nú hefur Trump þetta í höndum sínum – Hefur frest til klukkan 21

Nú hefur Trump þetta í höndum sínum – Hefur frest til klukkan 21
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband

Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölskyldan tók óafvitandi eitraðan minjagrip með heim frá Svíþjóð

Fjölskyldan tók óafvitandi eitraðan minjagrip með heim frá Svíþjóð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reynir allt til að sannfæra hann um að ganga ekki í raðir Chelsea

Reynir allt til að sannfæra hann um að ganga ekki í raðir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Basaksehir allt of stór biti fyrir Breiðablik

Sambandsdeildin: Basaksehir allt of stór biti fyrir Breiðablik
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samstarfsfólk bregst við brotthvarfi „drottningarinnar“ – „Þar gekk á ýmsu en alltaf var Edda eins og kletturinn í hafinu“

Samstarfsfólk bregst við brotthvarfi „drottningarinnar“ – „Þar gekk á ýmsu en alltaf var Edda eins og kletturinn í hafinu“