fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Kanadíski gullrassinn dæmdur

Smyglaði gulli úr myntsláttu kanadíska ríkisins í endaþarminum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadamaðurinn Leston Lawrence er sannkallaður gullrass en hann var staðinn að því að hafa smyglað gulli að andvirði 165 þúsund dala úr Royal Canadian-myntsláttu kanadíska ríkisins með því að fela það í endaþarmi sínum. Hann var fundinn sekur í nóvember fyrir að hafa smyglað 22 litlum gullstykkjum út úr peningasmiðju ríkisins og loks dæmdur í 30 mánaða fangelsi nú í vikunni.

Þá var honum gert að endurgreiða fyrrverandi vinnuveitanda sínum 165 þúsund dali og hefur til þess þrjú ár eftir að hann losnar úr fangelsi. Takist honum það ekki bíður hans 30 mánaða fangelsisvist til viðbótar.

Málið er allt hið furðulegasta en Lawrence hafði margoft verið stöðvaður við málmleitartæki fyrir starfsmenn sem farið hafði í gang en síðan sleppt án athugasemda þegar málmleitarvöndur öryggisvarða gaf til kynna að hann væri ekki með neitt í fórum sínum.

Fram kom í máli saksóknara í réttarhöldunum að Lawrence hefði selt gullsölum þýfið í Ottawa og fengið um 100 þúsund dali fyrir. Ágóðan notaði gullbossabófinn síðan til að kaupa sér hús á Jamaíka og bát á Flórída. Hann hafði unnið í Royal Canadian-myntsláttunni í sjö ár við að bræða gull, hreinsa það og þurfti hann reglulega að taka prufur með þar til gerði ausu. Gullmolarnir sem hann stal, voru einmitt í laginu eins og ausubotninn.

Grunsemdir vöknuðu fyrst að ekki væri allt með felldu hjá honum þegar samstarfsmaður Lawrence fann vaselín og gúmmíhanska í vinnuskáp hans. Í öryggishólfi hans fundust síðan fjórir gullmolar sem pössuðu við ausuna hans en þeir voru svipaðir að þvermáli og golfkúla. Gullið sem um ræðir er þó ekki kúlulaga heldur fremur í laginu eins og íshokkípökkur og rúmlega tvöfalt þykkari en Oreo-kexkaka þannig að eitthvað hefur hann þurft að hafa fyrir smyglinu blessaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Hera úr leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Silva aftur heim

Silva aftur heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Enok ákærður fyrir grófar líkamsárásir

Enok ákærður fyrir grófar líkamsárásir
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Einar slekkur í grillinu og Húsasmiðjan tekur við vörumerkjunum

Einar slekkur í grillinu og Húsasmiðjan tekur við vörumerkjunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar