fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Líkamsleifarnar fundust 27 árum eftir hvarfið

Jacob Wetterling var rænt af grímuklæddum manni þann 22. október árið 1989

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2016 23:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny hefur játað að hafa misnotað drenginn og myrt hann.
Myrti drenginn Danny hefur játað að hafa misnotað drenginn og myrt hann.

Fjölskylda ellefu ára drengs, Jacobs Wetterling, sem hvarf sporlaust árið 1989 hefur loksins fengið staðfestingu á að líkamsleifar sem fundust fyrir skemmstu séu af honum. Þetta var staðfest af lögreglu í Annandale í Minnesota í Bandaríkjunum á laugardag.

Hvarfið á Jacob vakti mikla athygli á sínum tíma og í frétt CNN segir að vitnisburður barnaníðingsins Danny James Heinrich hafi orðið til þess að líkamsleifar Jacobs fundust. Danny þessi lá undir grun á sínum tíma. Það var svo í gær, þriðjudag, að lögregla tilkynnti að Danny hefði játað að hafa rænt drengnum og myrt hann.

Jacob var á leið heim til sín á reiðhjóli að kvöldi 22. október 1989 ásamt bróður sínum og besta vini þegar grímuklæddur maður, vopnaður byssu, nálgaðist þá. Hann sagði bróður og vini Jacobs að hafa sig á brott – sem þeir og gerðu – en árasarmaðurinn rændi Jacob sem sást aldrei aftur á lífi.

Danny bjó skammt frá heimili Jacobs í Annandale þegar atburðurinn átti sér stað. Áður og eftir að Jacob var numinn á brott höfðu fleiri óhugnanleg atvik komið upp í bænum og nágrenni hans. Fjölmargir ungir drengir höfðu tilkynnt lögreglu um mann sem elti þá, káfaði á þeim og sýndi kynferðislega tilburði. Lýsingin á þeim manni þótti svipa til útlits barnaníðingsins Danny James Heinrich, en hann neitaði ávallt sök.

Hvarf Jacobs átti eftir að hafa mikil áhrif, en fimm árum eftir hvarf hans var lögum komið á sem skylduðu dæmda barnaníðinga til að skrá sig á þar til gerðan lista yfir dæmda kynferðisbrotamenn. Var það móðir Jacobs, Patty Wetterling, sem barðist mjög fyrir þessu.

Leitin að Jacob á sínum tíma skilaði engum árangri þrátt fyrir að lögregla hafi fengið þúsundir ábendinga. Í frétt AP segir að Danny hafi játað glæpinn fyrir lögreglu á dögunum. Hann sagði að hann hefði ekið drengnum á afvikinn stað þar sem hann braut gegn honum kynferðislega. Þá sagðist hann hafa ætlað að aka honum áleiðis heim, en þegar Jacob fór að gráta hafi fát komið á hann. „Ég dró upp byssuna, hlóð hana og sagði Jacob að snúa sér við,“ sagði hann við yfirheyrslur. Hann játaði að hafa skotið drenginn tvisvar áður en hann gróf líkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“