fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Ekkjan stakk tengdaföður sinn til bana: „Núna ætla ég að fara til helvítis að hitta manninn minn“

Rex og Amanda voru ekki eins og fólk er flest

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri lygi að halda því fram að vinum hinnar tuttugu og fjögurra ára gömlu Amöndu Taylor hafi ekki verið brugðið þegar þeir lásu svívirðileg skilaboð hennar á samskiptavefnum Instagram í apríl í fyrra. Þeir vissu sem var að Amanda hafði gengið í gegnum erfiðleika í kjölfar dauða eiginmanns síns, Rex, en þá grunaði ekki að vandamálin væru jafn djúpstæð og raun bar vitni.

Játning á Instagram

„Allt sem ég hef gert hef ég gert af góðri ástæðu. Ég stakk tengdaföður minn til dauða því hann rústaði lífi eiginmanns míns…,“ skrifaði hún. „Ég var ekki fullkomin eiginkona en mig langaði að enda á einu góðverki,“ bætti hún við. Vinir hennar trúðu því vart að hún væri að játa á sig morð, sérstaklega í ljósi þess að Amanda var móðir tveggja ungra barna. En ekkjan bætti við í skilaboðunum á Instagram: „Ég er stolt að segja frá því að ég gerði þetta fyrir Rex.“

Þegar lögregla fannst svo lík tengdaföður Amöndu, Charles Taylor, hófst umfangsmikil leit að henni. Hún hafði jú játað glæpinn á sig. Amanda hafði hótað því að svipta sig lífi, rétt eins og Rex, en lögregla vildi hafa hendur í hári hennar áður en til þess kæmi.

Skrifuðu fjöldamorðingjum bréf

Rex og Amanda kynntust sem unglingar þegar þau stunduðu nám í sama skóla í Virginíu í Bandaríkjunum. Hún hætti í námi, varð svo ólétt eftir Rex og eignuðust þau son níu mánuðum síðar. Svo eignuðust þau dóttur. Það er engum ofsögum sagt að Rex og Amanda voru ekki eins og fólk er flest. Þau höfðu sérstakt dálæti á ofbeldi og skrifuðust á við fjöldamorðingja sem sátu á bak við lás og slá. Þó þau hafi virst sniðin að hvort öðru glímdi Rex við fíknivanda og þunglyndi. Var það mat Amöndu að faðir Rex, fyrrnefndur Charles, hafi borið ábyrgð á fíkniefnavanda sonar síns eftir að hann lét hann hafa læknadóp nokkrum árum áður, þegar Rex var fimmtán ára.

Eyðilögð yfir sjálfsvíginu

Á sama tíma og fíknivandi Rex ágerðist vildi Amanda ekki hafa hann nálægt börnum þeirra tveimur í því ástandi sem hann var. Svo fór að þau skildu að borði og sæng í apríl 2014 og flutti Rex inn til föður síns. Fjórum mánuðum síðar svipti hann sig lífi með því að hengja sig. Svo vildi til að hann dó á sjö ára afmælisdegi sonar síns.

Amanda var eyðilögð yfir sjálfsvígi Rex. Hún hafði átt erfiða barnæsku; báðir foreldrar hennar sátu í fangelsi þegar hún var barn en sjálfsvíg Rex virtist ætla að fara með hana í gröfina. Amanda og Rex deildu sama afmælisdegi, 27. mars, og á þeim degi reyndi hún að svipta sig lífi í kirkjugarðinum þar sem Rex var lagður til hinstu hvílu. Henni tókst ekki ætlunarverkið, leitaði sér hjálpar en var útskrifuð af geðdeild nokkrum dögum síðar gegn vilja sínum. Það var svo þremur dögum síðar að Amanda fór heim til Charles með vini sínum, Sean Ball. Charles hafði ætlað að gefa henni peninga svo hún gæti keypt eitthvað fyrir börnin, en þess í stað stakk hún hann margsinnis með þeim afleiðingum að hann lést. Morðið framdi hún á slaginu 3.27 um miðjan dag sem var tákn fyrir afmælisdag hennar og Rex.

Eins og rússíbanareið

Amanda og Sean flúðu vettvang morðsins og birti Amanda svo fyrrnefnd skilaboð á Instagram. Að því loknu hringdi hún í blaðamann þar sem hún lýsti spennunni sem fylgdi því að drepa mann. Sagði hún að það hafi minnt hana á þegar hún fór í rússíbana í fyrsta skiptið. Svo virðist vera sem Amanda hafi ráðgert að svipta sig lífi eftir morðið. Hún birti mynd af skammbyssu í kjöltu sinni og kvaddi vini sína. „Núna ætla ég að fara til helvítis og hitta manninn minn. Ég elska þig mamma,“ sagði hún og biðlaði til hennar að hugsa um börnin hennar tvö.

Sean fannst lífshættulega slasaður í vegkanti skömmu síðar og virtist vera sem Amanda hafi skotið hann. Lögreglan var komin á hæla Amöndu skömmu síðar og eftir að hafa komið naglamottu fyrir á götunni var hún handtekin. Sean náði bata á sjúkrahúsi og var ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Amanda var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu en þrátt fyrir að hafa játað glæpinn á Instagram og í símtali við blaðamann ákvað Amanda að neita sök þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólum í nóvember í fyrra.

Auðveld sakfelling

Kviðdómendur fengu að heyra hrottalegar lýsingar saksóknara á því er Amanda stakk tengdaföður sinn 31 sinni. Þá kom fram að Amanda hefði tekið mynd af sér með líkinu og hún hefði verið stolt af gjörðum sínum. Það tók kviðdómendur innan við klukkustund að ákvarða að Amanda væri sek samkvæmt ákæru. Hún sýndi engin svipbrigði þegar dómari ákvarðaði lífstíðarfangelsisdóm yfir henni. Sean bíður enn dóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög