fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020

Tíkin í teygjubuxunum

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi er leiðari Tobbu Marinósdóttur, ritstjóra DV sem birtist í nýjasta helgarblaði DV 15. maí 2020.

Afhverju er svona stutt í gagnrýnina hjá manni? Nú tala ég bara fyrir sjálfa mig og tel ég mig ágætis manneskju svona almennt. Eftir að hafa lesið viðtalið við Gurrý og rifjað upp þá óvægnu gagnrýni sem hún varð fyrir fór ég að hugsa til lokarritgerðarinnar minnar í verkefnastjórnun sem bar nafnið Kynbundinn samskiptastíll á vinnustað, hvað er í gangi?
Þar tók ég fyrir vinnustaðarmenningu og mismunandi samskiptastíl karla og kvenna. Í ljós kom samkvæmt mínum rannsóknum að konur eru gjarnan fljótari að grípa til munnlegra árása. Tíkin í teygjubuxunum er líklega bara mjög fína pía en oftar en ekki leyfum við okkur að tala og frjálslega um þá sem við þekkjum minnst.

Ástæður þess kunna að vera margar og ef litið er til þróunarsögunnar þurftu konur að gera hvað þær gátu til að halda sér á lífi og hugsa um börnin sín og gátu því minna rokið út með sverð og höggvið mann og annan. Karlarnir voru meira í því og skiluðu sér seint og illa og því lá það á herðum konunnar að halda sér heima og – á lífi.

Þessi lennska að leyfa sér að tala aðra niður, mun oftar með því móti sem viðkomandi myndi aldrei segja beint við manneskjuna og meinar þar af leiðandi ekki fyllilega – nær einnig inn á vinnustaðinn og hefur áhrif á framgöngu okkar kvenna þar.  Kynbundinn samskiptastíll hefur mótast frá fyrsta degi barns. Konur læra að fá útrás fyrir óánægju sína með öðrum hætti en karlmenn sem til lengdar skilar þeim ef til vill hljóðlátari leiðum til að útrýma keppninautum. Stóra vandamálið virðist þó vera, samkvæmt mínum fyrri athugunum, að konur að eyða of mikilli orku í að keppa sín á milli og senda ósýnilegar sprengjur.

Þær gefa því eftir fjölda tækifæra með því að einblína um of á kynsystur sínar þegar verið er að keppast um störf. Tökum dæmi. Það eru 5 sæti í framkvæmdarstjórn. Í öllum sætum nema einu eru konur. Afhverju eru konur líklegri til að keppa um „konusætið“ og gefa eftir hin fjögur? Staðreyndin er nefnilega sú að öll störfin eru í boði, ekki síst nú þegar fyrirtækjaheimurinn kallar eftir hærri tilfinningagreind og kvenlægum kostum í rekstri fyrirtækja. Því er að mínu mati mikilvægt að stækka samkeppnismengið og að konur líti til kynsystra sinna sem samherja. Það hefur gagnast körlunum vel. Nú er komið að okkur.

Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri Facebook orðar þetta vel þegar hún segir að það verði allir að venjast kvenkyns stjórnendum, ekki síst þeir sjálfir! Og til þess þurfa samskipti milli kynjanna á vinnustað að breytast en ekki síður milli kvenna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
433
Fyrir 14 klukkutímum

Vidal tryggði Barcelona sigur

Vidal tryggði Barcelona sigur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Andrés Indriðason er látinn

Andrés Indriðason er látinn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Vísindamenn vara við bylgju heilaskaða af völdum kórónuveirunnar

Vísindamenn vara við bylgju heilaskaða af völdum kórónuveirunnar
Bleikt
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálað að gera hjá Millie Bobby Brown – Hannar skartgripalínu fyrir Pandora

Brjálað að gera hjá Millie Bobby Brown – Hannar skartgripalínu fyrir Pandora
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Dagbjört svarar gagnrýnendum – Segist hafa orðið fyrir einelti og árásum á netinu

Dagbjört svarar gagnrýnendum – Segist hafa orðið fyrir einelti og árásum á netinu
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Þórarinn gerði allt vitlaust og endaði í fangelsi- „Þetta er ekki sprengja“

Þórarinn gerði allt vitlaust og endaði í fangelsi- „Þetta er ekki sprengja“
433
Fyrir 22 klukkutímum

De Gea bað goðsögn United afsökunar

De Gea bað goðsögn United afsökunar
Fyrir 22 klukkutímum
Ja-ja ding dong
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Zlatan gefur í skyn að Milan sé ekki nógu gott fyrir hann: ,,Ibra ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina“

Zlatan gefur í skyn að Milan sé ekki nógu gott fyrir hann: ,,Ibra ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einkennileg björgun hjá slökkviliðinu – „Það runnu tvær grímur á okkur en við sendum bíl á staðinn“

Einkennileg björgun hjá slökkviliðinu – „Það runnu tvær grímur á okkur en við sendum bíl á staðinn“
433
Í gær

Fyrrum eigandi Tottenham grátbiður Poch um að koma aftur

Fyrrum eigandi Tottenham grátbiður Poch um að koma aftur