fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Leiðari

Orðin tóm: Skömminni skárra en að sofa í köldum bílastæðakjallara (leiðari)

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. júní 2019 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að samfélög megi dæma af því hvernig við komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Varla er hægt að halda öðru fram en að þeir sem glíma við fötlun eða veikindi af einhverjum toga falli í þann hóp. Þá sérstaklega þeir sem hafa ekki fulla hreyfigetu og geti ekki sinnt daglegu amstri á sama hátt og flestir aðrir.

Við Íslendingar stærum okkur af því að vera velferðarþjóðfélag. Stærstur hluti þjóðarinnar lítur til hinna Norðurlandanna í því samhengi. Hér á að vera norrænt velferðarríki sem byggir bæði á frelsi og samkennd. Gagnstætt hinni amerísku leið þar sem samfélagslegur Darwinismi ríkir. En einnig gagnstætt valdstjórnarstefnu kommúnismans þar sem frelsið er ekkert.

Af þessum ástæðum setjum við okkur reglur um samfélagslega ábyrgð hins opinbera, hvort sem það fellur undir svið ríkis eða sveitarfélaga. Reglur sem skylda þessa aðila til að grípa fólk sem lendir í vanda og gera þeim kleift að eiga mannsæmandi líf.

Mynd: DV/Hanna

Í DV í þessari viku er rætt við Stefán Stefánsson og Örn Sigfússon sem þurfa að skrá sig á hverjum degi inni í Gistiskýlið við Lindargötu. Engum dylst að aðstæðurnar þar eru ömurlegar. Frelsið ekkert, einkalífið ekkert, öryggið ekkert. Öllum hrúgað á sama stað. Hvort sem þeir kljást við fíkn, alkóhólisma, geðræn vandamál, veikindi eða einfaldlega hafa í engin önnur hús að venda. Þetta er það sem Ísland getur boðið upp á.

Ekki er aðeins við Reykjavíkurborg að sakast, sem þó rekur Gistiskýlið. Hvað varðar félagslegt húsnæði rekur borgin langtum fleiri íbúðir. Ekki aðeins í fjölda heldur höfðatölu einnig, 20 á hverja 1000 íbúa. Til samanburðar er hlutfallið 8 í Hafnarfirði, 3 í Mosfellsbæ og 2 í Garðabæ. Skömm hinna sveitarfélaganna er enn meiri.

Stefán er bundinn við hjólastól, vegna MS sjúkdómsins. Sjúkdómurinn hefur herjað hratt á hann en engu að síður hefur kerfið haft nægan tíma til að bregðast við húsnæðisleysi hans. Marga mánuði. Hann fékk jákvæð svör en engar efndir. Í tvær vikur hefur hann því þurft að leita til Gistiskýlisins í von og óvon um að fá að sofa þar yfir nótt því það er skömminni skárra en að sofa í köldum bílastæðakjallara.

Stjórnmálamenn geta brosað framan í myndavélarnar þegar þeir skrifa undir reglugerðir á borð við NPA, sem á að tryggja fötluðu fólki persónulega aðstoð. Klappað sér á bakið og þóst vera að gera samfélaginu gagn. En svo kemur á daginn að orðin eru innantóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“