fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Leiðari

Trúnaður á samfélagsmiðlum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 5. maí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að við búum í dag við offramboð frétta og skilin á milli þeirra og afþreyingarefnis eru sífellt að verða óljósari. Ein stærsta ástæðan er sú að virkni samfélagsmiðla er slík að raddir fólks, sem aldrei heyrðust áður, komast nú greiðlega til skila. Það sést vel á lestrartölum að lesendur okkar miðils hafa áhuga á sögum fólks og þá ekki síður sögum almennings heldur en þjóðþekktra Íslendinga. Sögur af sigrum, sorgum og skemmtilegum uppákomum. Við höfum áhuga á fólki.

Það er þó ábyrgðarhluti fjölmiðla að fara vel með þessar sögur. Þegar þjóðþekktir einstaklingar opna sig eða tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum þá eru umsvifalaust búnar til fréttir, að því gefnu að skilaboðin séu fréttnæm. Það er þó ekki einhlítt heldur er oft hringt í viðkomandi og leitað eftir viðbótarupplýsingum. Þegar um almenna borgara er að ræða þá eiga blaðamenn undantekningarlaust að spyrja um leyfi.

Í vikunni birti söngkonan geðþekka, Salka Sól Eyfeld, áhrifamikla færslu á Twitter-síðu sinni. Færslan snerist um viðkvæmt persónulegt málefni sem margir Íslendingar tengja við. Það er alltaf virðingarvert þegar þjóðþekkt fólk opnar sig um erfiða reynslu og ég hef trú á því að það hjálpi oft öðrum sem eru í svipaðri stöðu. Í lok færslunnar tiltók söngkonan sérstaklega að fjölmiðlar hefðu ekki leyfi til þess að búa til fréttir upp úr færslunni.

Það er að mörgu leyti kómískt í ljósi þess að Salka Sól er með 10 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlunum, auk þess sem hver sem er, sem á annað borð hefur Twitter-reikning, getur dreift skilaboðum hennar með eigin athugasemdum. Þannig má segja að hún hafi birt skilaboðin á einum stærsta fjölmiðli heims og erfitt er að sjá muninn á því hvort efnið birtist þar eða á hefðbundnum fréttamiðli. Hins vegar er leitt að sjá að Salka Sól beri ekki það traust til fjölmiðla að þeir fari vel með viðkvæm skilaboðin.

Annað slíkt mál kom upp á dögunum þegar kona ein svaraði spjallþræði í Facebook-hópi sem snerist um geðræn málefni. Greindi konan frá því í óspurðum fréttum að maki hennar væri greindur með siðblindu. Í hópnum voru um 5.000 einstaklingar meðlimir, þar á meðal nokkrir blaðamenn DV. Einum kollega þótti málefnið áhugavert og sendi konunni persónuleg skilaboð. Þar spurði hann með varfærnum hætti hvort konan gæti hugsað sér að ræða þetta málefni á opinberum vettvangi.

Konan tók fyrirspurninni illa og í kjölfarið varð uppi fótur og fit í umræddum hóp þar sem meðlimir hans voru sakaðir um trúnaðarbrest og að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum í blöðin. Blaðamenn miðilsins fylgdust undrandi með fjargviðrinu, sérstaklega í ljósi þess að hópurinn fjölmenni var stofnaður til þess að svipta hulunni af andlegum veikindum og ræða þau opinskátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir