fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Leiðari

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 22. september 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin renna út kjarasamningar sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir í janúar árið 2016. Aðeins þeir sem hafa búið í helli undanfarna mánuði hafa ekki tekið eftir þeirri ólgu sem undir kraumar og er að brjótast upp á yfirborðið í launþegahreyfingunum. Hver hallarbyltingin hefur rekið aðra og nýju leiðtogarnir eru með blóðið á tönnunum eins og Svíarnir segja.

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi formaður Alþýðusambands Íslands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir linkind í kjarabaráttunni og treysti hann sér ekki til að sækjast eftir endurkjöri. Enda hefði hann að öllum líkindum ekki riðið feitum hesti frá þeirri rimmu.

Auk þessa sáum við Sósíalistaflokkinn, flokk sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur, vinna stórsigur í borgarstjórnarkosningunum í vor. Á meðan töpuðu hinir hefðbundnu vinstriflokkar, Samfylkingin og Vinstri græn, fylgi og minnstu munaði að hinn síðarnefndi dytti út úr borgarstjórn.

Ráðandi öfl benda á aukinn hagvöxt, kaupmátt og lágt atvinnuleysi. Það sé engin ástæða til að raska ástandinu. Vissulega er ekki hægt að rífast við staðreyndir á blaði en staðreyndin er sú að meðaltöl og miðgildi endurspegla ekki raunveruleika allra. Fjöldi Íslendinga lepur dauðann úr skel þrátt fyrir góðærið. Það er líka staðreynd.

Almenningi svíður þegar fréttir berast af svívirðilegum kauphækkunum forstjóra fyrirtækja, kaupaukum og bónusum. En þetta eru einkafyrirtæki.

Það sem svíður enn þá meira er þegar kjörnir fulltrúar okkar, sem eiga að hafa okkar hagsmuni að leiðarljósi, moka úr vösum ríkissjóðs í eigin pyngjur. DV gerir úttekt á launum þingmanna á þessu ári og tölurnar segja sína sögu.

Kjararáð hefur hækkað grunnlaun þingmanna og annarra embættismanna mikið á undanförnum árum og hefur það ekki farið fram hjá neinum. Þingmenn veigruðu sér við ábyrgð á því batteríi þar til það var aflagt í sumar, þrátt fyrir að ráðið væri mestum hluta kosið af Alþingi.

Þingfararkaupið, eða grunnlaunin, segja hins vegar ekki alla söguna því ofan á það leggjast sporslur af ýmsum toga. Formannsálag, þingflokksformannaálag, álag fyrir formenn nefnda, álag fyrir varaformenn nefnda og álag fyrir annan varaformann nefnda. Húsnæðiskostnaður, dvalarkostnaður, bílakostnaður, flugkostnaður, símakostnaður, netkostnaður.

Þingmenn slá ryki í augu fólks þegar þeir láta eins og þetta allt sé meitlað í stein og engu sé hægt að breyta. Það er hægt að afþakka 550 þúsund króna mánaðargreiðslu fyrir formennsku í stjórnarandstöðuflokki. Það er hægt að sleppa því að fara í fyllerísferðir til Siglufjarðar á kostnað þingsins. Það er hægt að afsala sér ráðherralaunum og þiggja aðeins þingfararkaupið eins og dæmi Ögmundar Jónassonar sýnir. Og ef skrifstofustjóri Alþingis neyðir þingmenn til að taka við húsnæðisgreiðslu þá er hægt að láta hana renna beint til góðgerðarmála.

Ef þingmenn eru að vinna störf sín af hugsjón og vilja ekki að ástandið á atvinnumarkaðinum springi í loft upp þá verða þeir að taka til í þessum málum. Eins og Michael Jackson söng: „Ég ætla að byrja á manninum í speglinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“