fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Yfirheyrslan: Vigfús Bjarni Albertsson – „Ég hefði mátt nema miklu oftar staðar í lífinu“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. mars 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Vigfús Bjarni Albertsson er sjúkrahússprestur og mannauðsstjóri Þjóðkirkjunnar. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Árið 2016 bauð hann sig fram til forseta en dró framboðið til baka þegar leit út fyrir að Ólafur yrði áfram. DV tók séra Vigfús í yfirheyrslu.

 

Hjúskaparstaða og börn?

Ég er þriggja barna faðir. Elst er Rannveig Íva, 22 ára, sem er lögregluskólanemi og í lögreglunni í Reykjavík. Næstur er Albert Elí, 15 ára, og svo Patrekur Veigar, bráðum 11 ára. Ég er fráskilinn.

 

Ertu ættrækinn?

Því miður get ég ekki svarað þessu jákvætt, mér þykir vænt um uppruna minn og á mínu fólki allt að þakka. Foreldrar, ömmur og afar og gott frændfólk. Vonandi er ég að fara á lífsskeið þar sem þetta breytist.

 

Spilar þú á hljóðfæri?

Hljóðfæri spila ég ekki á, því miður, ég held ég láti bara aðra um þá list og njóti héðan í frá.

 

Ertu A- eða B-manneskja?

Ég hef alltaf haldið að ég væri B-manneskja og fundist gott að vaka fram eftir. Í vetur hef ég hins vegar snúið þessu við og farið á æfingar klukkan 6, nokkrum sinnum í viku. Núna er uppáhaldstíminn minn milli 7 og 8, eftir æfingu, algjör ró.

 

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?

Ég á margar fyrirmyndir í lífinu og fólk sem ég lít upp til, bæði ættingja, fólk sem hefur orðið á vegi mínum og ýmsar hversdagshetjur. Mér sýnist alltaf meir og meir að ég geti lært mikið af öllu fólki. Ég held að við höfum öll okkar ljós og skugga. Allar hetjur hafa stórt ljós og stóran skugga.

 

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?

Allt sem viðkemur sorg og mótlæti hjá börnunum mínum finnst mér erfiðast.

 

Með hvaða íþróttaliði heldur þú á Íslandi?

Ég held að sjálfsögðu með Þrótti þar sem sonur minn æfir mark í 3. flokki í fótbolta. Svo hef ég lúmskt KR-hjarta eftir íþróttaæfingar í vesturbænum í gamla daga.

 

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki prestur?

Ég er mjög sáttur við mitt hlutskipti, eftir því sem ég verð eldri þarfnast ég náttúrunnar meir. Ætli ég væri ekki bóndi og trillukarl. Helst bæði. Verst hvað ég er sjóveikur.

 

Trúir þú á geimverur?

Mér finnst það óhugsandi að alheimurinn hafi ekki annað vitsmunalíf en lífið á jörðinni. Óravíddir alheimsins geyma örugglega líf.

 

Ertu góður dansari?

Alls ekki.

 

Mannkostir þínir?

Mínir stærstu kostir geta orðið mínu stærstu gallar. Ég veit að ég er hugrakkur, hef gott innsæi, vinnusamur. Einn kostur hefur vaxið mjög, það er vitneskjan um hversu takmarkaður ég get verið. Enda eiga helst aðrir að svara svona spurningu.

 

En lestir?

Ég er stundum mjög óþolinmóður, get verið mjög þrjóskur, stjórnsamur. Ég hefði mátt nema miklu oftar staðar í lífinu.

 

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Ég hef fengið svo mörg góð ráð í lífinu en ég hef ekki alltaf farið eftir þeim. Sum góðu ráðin hef ég skilið löngu síðar, því miður.

 

Áttu gæludýr?

Við eigum hana Sölku, 10 mánaða, svartan, enskan labrador. Hún telur sig ekki vera hund.

 

Fyrsta atvinnan?

Ég byrjaði pínulítill að vinna hjá afa og ömmu í sveitinni, Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, og vann þar til tvítugs. Svo fór ég í níu mánuði og vann við landbúnaðarstörf í Danmörku, skógarhögg. Með háskólanum var ég alltaf í lögreglunni og síðan þá hefur það verið ævistarfið.

 

Star Wars eða Star Trek?

Klárlega Star Wars. Þar eru notaðar margar klassískar mýtur, sem við finnum í árþúsunda gömlum menningararfi. Star Wars er svona nútíma riddarabókmenntir að mörgu leyti. Andlegur þroski, fall og upprisa, andleg leit og lærisveinar og meistarar, gott og illt. Ég veit ekkert um Star Trek.

 

Hvað er mikilvægast í lífinu?

Augljóslega eru það börnin í mínu tilfelli. Allt annað hefur bara verið misskilningur.

 

Eitthvað að lokum?

Ég bið að heilsa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar