fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Svarthöfði: Hrekkjavaka er amerískur ósiður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. nóvember 2018 20:30

Hrekkjavaka Amerískt húmbúkk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fékk Svarthöfði bréf í póstkassann frá hverfisráði Fellahverfis. Þar stóð: „Á morgun er Halloween og munu börnin í hverfinu ganga um og gera Trick or Treat. Ef þú vilt vera með og gefa þeim nammi, eða litlar gjafir eins og Pet Shop eða L.O.L. máttu endilega (og við hvetjum þig til að gera það) merkja við á póstkassanum með Spooky límmiða. Settu grænan límmiða ef þú gefur Vegan.“

Hvílík endemis frekja! Á Svarthöfði að fara að eyða bótunum sínum í sælgæti handa hálfu Breiðholtinu? Eru hverfisráðið og Dagur Bergþóruson búin að eyða öllum peningunum í braggann? Fyrir utan það að Svarthöfði skildi varla helminginn af því sem stóð á þessum bleðli.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ameríski hryllingssiður dúkkar hér upp í hverfinu en Svarthöfði hefur tekið eftir því að hann er að ágerast og fólk að færa sig upp á skaftið. Krakkar valsa hér um klæddir eins og útburður eða berklasjúkir hreppsómagar og finnst þetta allt voða merkilegt. Sjálfsagt læra þau þetta af Hollívúddmyndum en foreldrarnir geta ekki firrt sig ábyrgð. Sumir þeirra taka meira að segja þátt í þessum kjánalátum.

Í fyrra sá Svarthöfði nágranna sinn, mann á fimmtugsaldri, vafinn tveimur eða þremur rúllum af salernispappír. Þegar Svarthöfði spurði grannann hvort hann væri á leiðinni á Kleppsspítala sagðist hann vera að leika dauðan faraó. Þá spurði Svarthöfði sömu spurningar aftur en fékk þá að heyra að hann væri leiðinlegur og halló.

Hvað varð um hinn alíslenska öskudag? Það virðist ekki vera nein stemning fyrir honum lengur, eins og þessi hrekkjavaka hafi sogað allt fjörið til sín. Öskudagurinn er langtum heilbrigðari siður. Þá klæða drengir sig í kúrekaföt og stúlkur sig í prinsessukjóla. Einnig erum við launþegar látnir í friði og börnin sníkja af auðvaldinu sem er aflögufært. Sjálfsagt er þetta úthugsað plott kaupmannanna, bæði til að sleppa við útlagðan sælgætiskostnað og einnig til að selja fleiri og dýrari búninga og smink.

Þróunin er öll í átt til vesturs. Eftir að hrekkjavakan fór að láta á sér kræla hefur færst í tal að halda Valentínusardag hátíðlegan hér. En það er einhver amerísk frygðarhátíð sem tekur væntanlega yfir bónda- og konudaginn í fyllingu tímans. Hvað næst? Mun 4. júlí taka við af afmæli Jóns Sigurðssonar sem þjóðhátíðardagur? Þakkargjörð taka við af sprengideginum? Kólumbusardagur taka við af sjómannadeginum? Ekki er gott að segja en eitt er víst, krakkarnir í Fellahverfi fá ekki svo mikið sem eina rúsínu frá Svarthöfða í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja
433
Fyrir 4 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar