fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 17:00

Volodimir Zelenskyy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska spillingareftirlitið gerði á föstudag húsleit hjá Andriy Yermak, starfsmannastjóri úkraínska forsetaembættisins og nánasta samstarfsmanni Volodymyr Zelensky forseta. Ekki hefur verið greint frá ástæðu aðgerðanna gegn Yermak en þær eiga sér stað um tveimur vikum eftir að umfangsmikil rannsókn hófst á meintum mútum í tengslum við mikilvæg orkuinnviðaverkefni í landinu stríðshrjáða. Sú rannsókn hefur þegar kostað tvo ráðherra embætti sín í Úkraínu og fest klær sínar í fyrrum viðskiptafélaga Zelenskýs.

Ljóst er að málið gýs upp á afar óheppilegum tíma fyrir Zelensky sem er undir miklum pólitískum þrýstingi útaf friðarviðræðum sem Bandaríkin stýra og byggist á hinu svokallaða 28 punkta áætlun sem sögð er hafa verið smíðuð í Washington.

Andriy Yermak er náinn samstarfsmaður forsetans en þykir umdeildur í heimalandinu

Yermak hefur leitt úkraínsku samninganefndina í þessum erfiðu viðræðum við Bandaríkin í Genf. Hann staðfesti að húsleitin hefði átt sér stað í færslu á Telegram en þar sagðist hann vera samstarfsfús og rannsakendur hefðu fullan aðgang að öllu.

Zelensky hefur ítrekað lofað harðri baráttu gegn spillingu og hefur meðal annars rekið fjölda háttsettra embættismanna. Evrópusambandið og alþjóðastofnanir hafa áður hrósað Úkraínu fyrir að taka vandamálið föstum tökum en gagnrýni jókst í ár þegar forsetinn reyndi tímabundið að færa eftirlit NABU og SAPO undir ríkissaksóknara, ákvörðun sem hann neyddist til að snúa við  eftir mótmæli.

Uppfært:

Tilkynnt hefur verið að Andriy Yermak hafi sagt af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt