fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Pressan
Mánudaginn 28. október 2024 08:40

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki með öllu hættulaust að starfa sem vísindamaður í Rússlandi, sérstaklega ef viðkomandi starfar í þeim geira sem snýr að þróun á tækni sem getur gert eldflaugum kleift að ferðast á margföldum hljóðhraða.

Þetta leiðir rannsókn Wall Street Journal í ljós en samkvæmt henni hafa að minnsta kosti tólf vísindamenn verið handteknir í Rússlandi síðastliðin sex ár vegna gruns um njósnir. Helmingur þeirra hefur verið handtekinn eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022.

Eru rússnesk stjórnvöld sögð óttast að þessir vísindamenn kunni að hafa deilt mikilvægum og háleynilegum upplýsingum með erlendum kollegum sínum. Þeir sem ferðast hafa á erlendar ráðstefnur eru sagðir vera í sérstaklega mikilli hættu.

Yfirvöld í Kreml eru sögð játa því að handtökurnar hafi átt sér stað en þau hafa verið treg til að veita frekari upplýsingar um þær. BBC, sem greindi frá málinu fyrr á þessu ári, segir að réttarhöld yfir þeim sem grunaðir eru um landráð fari fram fyrir luktum dyrum og því sé erfitt fyrir blaðamenn að nálgast upplýsingar um málin.

Bent er á það í umfjöllun Wall Street Journal að flestir þeirra vísindamanna sem hafa verið handteknir séu reynslumiklir á sínu sviði. Á það til dæmis við um hinn 58 ára gamla Alexander Shiplyuk sem var dæmdur í 15 ára fangelsi í septembermánuði og hinn 78 ára gamla Anatoly Maslov sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í maí.

Þá kemur fram að flestir þessara vísindamanna hafi ekki unnið beinlínis að þróun vopna, til dæmis ofurhljóðfrárra eldflauga, heldur gert rannsóknir, oftar en ekki í samstarfi við erlenda vísindamenn, um þróun á tækni sem getur nýst við vopnaframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum