fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Aðvörun frá framleiðanda þýsku Leopard skriðdrekana – Ekki hægt að afhenda þá fyrr en 2024

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski vopnaframleiðandinn Rheinmetall segir að Leopard skriðdrekar fyrir Úkraínu verði ekki tilbúnir til afhendingar fyrr en á næsta ári. Þessir skriðdrekar eru einna efst á óskalista Úkraínumanna yfir vopn frá Vesturlöndum. Þessi tíðindi auka þrýsting á aðildarríki NATO um að styðja við Úkraínumenn með því að láta þeim skriðdreka og önnur brynvarin ökutæki í té. Verða bandalagsríkin þá að taka þessi tæki úr sínum eigin vopnabúrum.

The Guardian segir að samkvæmt því sem Armin Papperger, forstjóri Rheinmetall, hafi sagt í samtali við dagblaðið Bild am Sonntag þá verði ekki hægt að afhenda Úkraínumönnum skriðdreka fyrr en í byrjun næsta árs og þá skipti engu þótt ákvörðun um afhendingu þeirra verði tekin á morgun.

Rehinmetall á 22 Leopard 2 á lager og 88 Leopard 1, sem er eldri útgáfa af þessum öfluga skriðdreka. En til að gera skriðdrekana bardagahæfa þarf nokkurra mánaða vinnu og það mun kosta mörg hundruð milljónir evra. Papperger sagði að fyrirtækið geti ekki lagt út í þessa vinnu og kostnað fyrr en búið sé að staðfesta pöntun á skriðdrekunum. Hann sagði að taka þurfi skriðdrekana algjörlega í sundur og setja saman á nýjan leik.

Bretar hafa lofað að senda Úkraínu Challenger 2 skriðdreka. Sú ákvörðun þrýstir á önnur NATO-ríki um að láta Úkraínumenn fá skriðdreka úr eigin vopnabúrum. Málið verður væntanlega rætt í þaula á fundi stuðningsríkja Úkraínu á föstudaginn en hann fer fram í bandarísku Ramstein herstöðinni í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“