fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirPressan

Heimsendaspámenn geta pakkað niður – Pólskipti eru ekki yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. maí 2018 06:35

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta heimsendaspámenn bara pakkað niður og hætt að koma með hörmungaspár um yfirvofandi pólskipti sem myndu hafa miklar hörmungar í för með sér. Vísindamenn segja að pólskipti séu ekki yfirvofandi í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindamönnum við háskólann í Liverpool. Fjölmiðlar fjölluðu margir nýlega um mælingar sem bentu til að segulpólar jarðarinnar væru að fara að skipta um stað þannig að segulpóllinn á norðurskautinu myndi flytja sig yfir á suðurskautið og öfugt.

Á vef Videnskab.dk kemur fram að ef til pólskipta kemur geti það hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta þeirra rafeindatækja sem við notum í dag. Til dæmis gætu gervihnettir farið illa út úr þessu. Sumir telja einnig að pólskipti geti haft slæm áhrif á loftslagsmálin.

Vangaveltur um pólskipti hafa verið meiri undanfarið en oft áður þar sem mælingar sýna að segulsvið jarðarinnar hefur veikst á undanförnum 200 árum.

Vísindamenn hafa nú rannsakað tvo „nýlega“ atburði, fyrir 34.000 og 41.000 árum síðan, þar sem pólarnir skiptu næstum um stað. Það gerðist þó ekki og vísindamennirnir reikna ekki með að það gerist að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið