fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 14:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökudómur hefur hafnað því að mál Vilhelms Norfjörðs Sigurðssonar verði tekið upp að nýju en hann var sakfelldur fyrir meðal annars nauðgun og húsbrot í bæði Héraðsdómi Norðurlands eystra og Landsrétti. Tók dómurinn ekki undir það með Vilhelm að þar sem rannsóknarlögreglumanninum, sem rannsakaði málið, hefði verið vikið úr starfi ætti að taka málið upp að nýju.

Vilhelm hlaut fimm ára fangelsi en konan sem hann nauðgaði var fyrrum sambýliskona hans.

Vilhelm fær fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og húsbrot – „Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti“

Vilhelm játaði hluta sakargiftanna en neitar enn að hafa nauðgað konunni. Byggði hann beiðni sína um endurupptöku dóms Landsréttar í fyrsta lagi á því að rannsóknarlögreglumanni, sem hafi annast rannsókn málsins, hafi verið vikið úr starfi vegna meintra brota, meðal annars gegn reglum um réttláta málsmeðferð og hlutleysi. Vankantar á störfum hans hafi komið fram í öðrum málum og gæfu tilefni til að ætla að rannsókn í máli Vilhelms hafi einnig verið ábótavant.

Byggði Vilhelm einnig á því að ekki hafi verið gætt hlutleysis við gagnaöflun í málinu, sönnunargögn sem hefðu getað létt undir með honum hafi ekki verið rannsökuð og yfirlýsingar vitna hafi verið metnar einhliða.

Merking þess að drulla sér út

Vildi Vilhelm einnig meina að að ósamræmi hafi verið í vitnisburði konunnar og ýmis atriði hafi dregið úr trúverðugleika hennar. Í myndbandsupptöku, sem sakfelling hafi byggst á, mætti greina hljóð og orðaskipti milli þeirra sem hafi stutt sýknukröfu hans en dómari hafi metið það svo að hann hefði átt að gera sér grein fyrir því að konan vildi ekki stunda kynlíf með honum. Segir því næst um fullyrðingar Vilhelms, í úrskurði Endurupptökudóms:

„Dómur virðist hafa byggst á því að á upptökum hafi mátt heyra brotaþola segja við endurupptökubeiðanda í nokkur skipti „að drulla sér út“. Þótt líta megi svo á að slíkar fullyrðingar gefi til kynna hug brotaþola til endurupptökubeiðanda sé ýmislegt sem mæli gegn þeirri niðurstöðu en dómari hafi virt það að vettugi.“

Vísaði Vilhelm einnig til myndbandsupptöku sem lá fyrir í málinu og vildi meina að hljóðin á henni gæfu til kynna að konan hefði af fúsum og frjálsum vilja stundað kynlíf með honum.

Ríkissaksóknari andmælti endurupptökubeiðni Vilhelms með því að vísa til þess að hann hafi ekki gert grein fyrir því hvort og þá með hvaða hætti háttsemi fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns við rannsókn málsins eigi að leiða til þess að verulegir gallar hafi verið á meðferð þess. Ágallar á málsmeðferð verði að hafa haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins til að réttlæta endurupptöku. Í beiðninni takist heldur ekki að sýna fram á sönnunargögn hafi verið metin rangt í málinu.

Stendur

Í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að í málinu liggi ekkert fyrir um brottvikningu lögreglumannsins úr starfi eða ástæður hennar. Þá hafi Vilhelm ekki fært nein gild rök fyrir því að gallar hafi verið á meðferð hans máls vegna þeirrar brottvikningar. Hafi hann raunar byggt á því að ætluð háttsemi umrædds rannsóknarlögreglumanns hafi átt sér stað í öðrum málum. Hafi því ekki verið færð haldbær rök fyrir því að fullnægt sé skilyrðum fyrir því að gallar hafi verið á meðferð málsins, hvað þá að slíkir gallar hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Fellst dómurinn því ekki á endurupptöku málsins á þessum grundvelli.

Vitnar dómurinn í dóm héraðsdóms þar sem fram hafi komið að á upptöku úr öryggismyndavél á heimili konunnar hafi komið fram að konan hafi gert Vilhelm ljóst að hún vildi hann af heimili sínu og að hún vildi ekkert með hann hafa. Vilhelm hafi hins vegar gefið það skýrt til kynna að hann hygðist ekki virða höfnun hennar og meðal annars talað um að hún ætti skilið að vera lamin og að hann ætti hana. Í niðurlagi rökstuðnings héraðsdóms komi fram það álit dómsins að Vilhelm hafi ekki haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan hafi, þegar hún loks lét undan, veitt samþykki fyrir kynmökum af fúsum og frjálsum vilja heldur hafi honum hlotið að vera ljóst að svo væri ekki.

Endurupptökudómur fellst ekki á það að annmarkar hafi verið á framburði konunnar og Vilhelm hafi heldur ekki leitt verulegar líkur að því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin og þannig haft áhrif á niðurstöðuna.

Endurupptökubeiðni Vilhelms var því hafnað og fimm ára fangelsisdómur yfir honum fyrir nauðgun stendur því óhaggaður.

Úrskurð Endurupptökudóms í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Í gær

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Í gær

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum