

Björn varð fyrir því óláni að gleyma veskinu sínu um borð í flugvélinni, en í því voru meðal annars ökuskírteini, kort og fleira.
Hann fékk tölvupóst í morgun frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn þess efnis að veskið hefði fundist – einhver velviljaður hafði haft fyrir því að skila veskinu á lögreglustöð.
„Þaðan spann fjöldi góðhjartaðra einstaklinga og opinberra starfsmanna fallegan vef sem endar með því að græna veskið, sem ég keypti á Madeira til að styrkja fátæk börn á þeirri fögru eyju, verður nú sent mér með pósti. Mér skilst meira að segja að einn þvældur íslenskur fimmhundruðkall í veskinu hafi ekki verið snertur,“ segir Björn í færslu sinni.
„Í þeirri viðsjá sem nú skekur heiminn og ýmis illvirki í fréttum, hættir sumum okkar í byrjun þessa fallega árs til að gleyma að fólk er almennt gott og ábyrgt. Og annað: Opinber þjónusta hjálpar borgurum að finna sjálfa sig og peningaveskin í kjölfar ósýnilegra góðverka almennings þegar allt er eins og það á að vera. Og þennan morgun líður mér eins og allt sé eins og það á á að vera,“ segir Björn sem endar færslu sína á þessum orðum:
„Ég ætla að draga lærdóm af þessari fallegu samfélagssögu og finnst full ástæða til að deila henni áfram…“