
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á Norðurlandi vestra fyrir nauðgun, en manninum er gefið að sök að hafa í að minnsta kosti eitt skipti á árinu 2023 haft samfarir við konu á heimili hennar gegn hennar vilja með því að beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér yfirburði sína gagnvart henni.
Fyrir hönd brotaþola er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur.
Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 13. janúar næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað.