fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. september 2025 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn um helgina, grunaður um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði að næturlagi og brotið þar gegn barni á grunnskólaaldri.

RÚV greindi frá málinu í gær og kom þar fram að tengsl væru milli foreldra barnsins og hins grunaða, en þau væru þó ekki tengd fjölskylduböndum. Manninum var sleppt úr haldi á miðvikudaginn.

Vísir greinir nú frá því að lögregla hafi meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn hafi haft samræði við barnið, sem er sagt vera drengur á miðstigi í grunnskóla. Vísir hefur heimildir fyrir því að drengurinn hafi vaknað um miðja nótt og maðurinn þá kominn inn í herbergi hans.

Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Hildur Sunna Pálmadóttir, segir að rannsókn sé í fullum gangi og litið sé á það alvarlegum augum þó að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald. Hún vildi ekki tjá sig um hversu gamall þolandinn er en tók fram að um sé að ræða ungt barn sem er ekki að nálgast fullorðinsaldur. Rannsókn sé stutt á veg komin en samkvæmt frétt Vísis hefur þegar verið leitt í ljós að „ hræðilegir atburðir hafi átt sér stað á heimili drengsins“.

Lögregla telur að fólk þurfi ekki að óttast að maðurinn brjóti aftur af sér þó að hann gangi laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum
Fréttir
Í gær

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Í gær

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
Fréttir
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins