fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 13:30

Haraldur Ingi Þorleifsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull og tæknifrömuður greinir frá því í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, að hann hafi upplifað ótrúlega atburðarás þegar hann starfaði hjá fyrirtækinu. Greinir hann frá því að það hafi gengið ótrúlega hægt og illa að bæta við möguleika fyrir notendur sem hafi í raun verið einfaldur í hönnun og vinnslu. Segist Haraldur aldrei hafa upplifað annað eins á sínum ferli og Twitter hafi verið verst rekna fyrirtæki sem hann hafi kynnst.

Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt en var eftir það um tíma starfsmaður þar en lét af störfum fljótlega eftir að auðjöfurinn umdeildi Elon Musk keypti fyrirtækið árið 2023 . Áttu Haraldur og Musk í orðaskaki á Twitter fyrir opnum tjöldum sem vakti heimsathygli. Musk hæddist meðal annars að fötlun Haraldar en sá að lokum að sér og baðst afsökunar:

Musk biður Harald afsökunar – Segir hann íhuga að snúa aftur til starfa hjá Twitter

Haraldur tekur þó sérstaklega fram í hinni nýju færslu að atburðarásin sem hann lýsir hafi átt sér stað áður en Musk tók Twitter yfir.

Edit

Í færslunni segir Haraldur frá því að tveimur vikum eftir að hann gerðist starfsmaður Twitter hafi hann verið beðinn að setja saman hóp til að bæta við svokölluðum edit-hnappi á samfélagsmiðilinn, væntanlega var þetta hugsað til þess auðvelda notendum að breyta færslum sínum.

Haraldur segir að áður hafi margir notendur eindregið óskað eftir þessum hnappi. Það hafi tekið um einn dag að hanna hnappinn en síðan hafi löng þrautaganga við að koma honum í gagnið hafist:

„Twitter var ekki gert til að búa til hluti. Stundum leið mér eins og hver sem er hjá fyrirtækinu gæti sagt nei við hugmynd og þar með yrði ekkert úr henni.“

Haraldur segir að næsta skref hafi verið að fá mat á því hversu lengi tæknivinnan á bak við það að koma hnappnum í gagnið myndi taka. Það eitt hafi tekið heila fjóra mánuði:

„Fjórir mánuðir af því að í raun grátbiðja fólk um að segja okkur hvað myndi taka langan tíma að búa þetta til.“

Eitt og hálft ár

Eftir fjóra mánuði hafi loks fengist það svar frá verkfræðingum Twitter að það myndi taka 18 mánuði að koma edit-hnappnum í gagnið. Haraldur segir það hreinlega ótrúlegt miðað við um hversu einfalt verk hafi verið að ræða:

„18 mánuði til að búa til einfalda tæknilausn.“

Með miklu baktjaldamakki hafi tekist að skera þennan tíma niður í átta mánuði en árangurinn hafi ekki verið góður:

„Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð.“

Enginn heiður

Þegar edit-hnappurinn var loksins tekinn í gagnið höfðu þeir stjórnendur sem báðu Harald að taka verkefnið að sér báðir verið reknir. Arftaki annars þeirra hafi síðan afhjúpað nýja hnappinn opinberlega og ekkert minnst á þá vinnu sem Haraldur og hópurinn sem hann setti saman lögðu í verkið. Haraldur segist þá hafa farið fram á það að minnst yrði að minnsta kosti á framlag hönnuðar sem hefði verið hluti af verkefninu frá upphafi. Fyrir þessa beiðni uppskar Haraldur hins vegar aðeins reiðilegt símtal.

Eins og áður segir gerðist þetta allt áður en Elon Musk tók Twitter yfir en um þessa reynslu sína segir Haraldur að lokum:

„Ég hef aldrei kynnst fyrirtæki sem hefur verið jafn illa stjórnað og Twitter.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka