fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 18:30

Billy Long tilvonandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá hefur Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilnefnt nýjan sendiherra landsins á Íslandi en það er maður að nafni Billy Long sem á nokkuð skrautlegan feril að baki. Hann var þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, fyrir Missouri ríki, og starfaði einnig sem upphoðshaldari. Long var tilnefndur sendiherra á Íslandi eftir að hafa verið rekinn úr starfi sem æðsti yfirmaður bandaríska Skattsins (IRS) eftir aðeins um tvo mánuði í starfinu. Hann grínaðist síðan með það á samfélagsmiðlum að honum hefði verið boðin sendiherrastaðan vegna misskilnings. Almennir bandarískir borgarar sjá ástæðu til þess í athugasemdum á Facebook að biðja Íslendinga afsökunar á nýja sendiherranum.

Ástæður þess að Long var vikið úr starfi hjá Skattinum voru raktar ágætlega í samantekt RÚV en meðal annars hafði hafði hann litla reynslu af skattamálum áður en hann tók við starfinu, hafði hlotið háa styrki frá skattaráðgjafarfyrirtækjum vegna framboðs til sætis í öldungadeildinni, sem hann náði ekki í kosningum, og lenti upp á kant við Scott Bessent fjármálaráðherra.

Afsakið

Á Facebook síðu fjölmiðilisins The Reykjavik Grapevine, sem segir fréttir frá Íslandi á ensku, er frétt miðilisins um skipan Long deilt. Í athugasemdum sem almennir bandarískir borgarar rita við færsluna er ljóst að þeim þykir það leitt að maður með þessa ferilskrá hafi verið skipaður sendiherra á Íslandi og biðjast margir hverjir afsökunar:

„Ég veit ekkert um hann en sem manneskja frá Missouri þá ætla ég bara að biðjast afsökunar núna og vonandi gerir hann engin axarsköft.“

„Ísland á svo miklu betra skilið. Afsökunarbeiðni frá þeim 2/3 Bandaríkjamanna sem eru ekki í sértrúarsöfnuði Diddler Don ( Donald Trump, innsk. DV).“

„Þetta er allt í lagi hann mun ekki finna landið á korti og getur því ekki ratað þangað.“

„Ekki búast við miklu og verið viðbúin því að segja nei oft.“

Býður sig fram

„Fyrir fram afsökunarbeiðni. Núverandi ríkisstjórn okkar er ekki góð í neinu sem ríkisstjórnir eiga að gera.“

„Þessi manneskja frá Kaliforníu biðst afsökunar.“

Einn aðili sem tekur þátt í umræðunum segist bera mikinn hlýhug til Íslands og býður sig fram í sendirherrastöðuna og segist geta haldið þegar í stað til landsins. Viðkomandi virðist þó, sé þetta sett fram í alvöru, gleyma að öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningar í sendiherrastöður.

Afsökunarbeiðnirnar eru síðan fleiri:

„Ég biðst afsökunar fyrir fram og að eilífu fyrir allt sem þessi ríkisstjórn getur mögulega átt eftir að gera öðrum.“

Brostið hjarta

„Guð minn góður, Ísland. Hjarta mitt brestur vegna þess sem þið eigið eftir að þola. Ég er ekki viss um af hverju yndislega landið ykkar er í skotlínunni.“

„Ég er frá Missouri og mér þykir þetta svo leitt.“

„Gerið þið það að fara með hann í sund í Reynisfjöru.“

„Fyrir hönd flestra Bandaríkjamanna þá biðst ég afsökunar. Ísland er dásamlegur staður og á betra skilið.“

„Mér þykir þetta svo leitt.“

Loks má nefna ummæli einstaklings sem segist vera íbúi í fyrrum kjördæmi Long í Missouri. Hann segist í því ljósi líta á það sem skyldu sína að biðja Íslendinga afsökunar og segir Long algerlega óhæfan til að gegna sendirherrastöðunni. Hann gengur svo langt að hvetja íslensk stjórnvöld til að neita því að taka á móti Long.

Billy Long mun taka formlega við stöðu sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi þegar og ef öldungadeild þingsins samþykkir tilnefningu hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“