fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 21:20

Kostnaðurinn nemur að minnsta kosti 174 milljónum króna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við ólögbundna starfshópa sem Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði var að minnsta kosti 174 milljónir króna á árunum 2022 til 2024. Nokkrir hóparnir eru enn þá starfandi og endanlegur kostnaður liggur því ekki fyrir.

Alls er um að ræða 34 starfshópa og stýrihópa, sá fyrsti skipaður 11. janúar árið 2022. Nýjasti hópurinn mun starfa til ársins 2028. Sumir hóparnir hafa ekki skilað af sér skýrslu þó að áætluð tímamörk séu liðin.

Í umræddum starfshópum má meðal annars finna nöfn þekktra flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins. Svo sem Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, Diljá Mist Einarsdóttur þingmann, fyrrverandi þingmennina Ásmund Friðriksson og Drífu Hjartardóttur og Árna Sigfússon fyrrverandi borgarstjóra og bæjarstjóra í Reykjanesbæ.

Kostnaður við hópana er mjög mismunandi. Rekstur þess ódýrasta kostaði ekki nema rúmar 33 þúsund krónur. Sá dýrasti hingað til var hins vegar þúsund falt dýrari og kostaði rúmlega 33 milljónir króna. Kostnaðurinn dekkar gjaldfærðan kostnað vegna þóknana nefndarmanna, aðkeypta sérfræðivinnu og annan kostnað.

 

Hóparnir eru eftirfarandi með skipunardagsetningu og kostnaði:

 

Starfshópur um gerð grænbókar um stöðu og áskoranir í orkumálum – 11.1.2022 – 8.258.739

 

Starfshópur um raforkuöryggi – 14.1.2022 – 33.257

 

Stýrihópur vegna verndarsvæðis Breiðafjarðar – 3.3.2022 –   996.147

 

Starfshópur um þjóðgarða og friðlýst svæði – 6.5.2022 –   5.159.620

 

Starfshópur um málefni vindorku – 11.7.2022 –  33.162.795

 

Starfshópur um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi – 5.10.2022 -2.873.033

 

Starfshópur um vindorkuver á hafi í lögsögu Íslands – 19.8.2022 – 4.009.591

 

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga – 9.9.2022 – Liggur ekki fyrir

 

Stýrihópur vegna landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum – 5.10.2022 – 18.409.235

 

Starfshópur um endurskoðun á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir – 18.10.2022 – 3.310.250

 

Starfshópur um innleiðingu hringrásarhagkerfis – 21.10.2022 –   5.767.240

 

Stýrihópur um eflingu umhverfis- og loftslagsvænna nýfjárfestinga – Græni dregillinn – 8.11.2022 – Liggur ekki fyrir

 

Starfshópur um tillögur að aðgerðum sem heyra undir málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og stuðlað geta að efllingu samfélagsins á Vestfjörðum – 5.12.2022 –   5.130.111

 

Starfshópur um stöðu minjaverndar – 10.1.2023 –  125.881

 

Starfshópur um orkuskipti í flugi – 17.2.2023 –  8.833.336

 

Starfshópur um eflingu samfélags í Vestmannaeyjum – 24.2.2023 –  1.589.233

 

Starfshópur um aðra orkukosti – 28.2.2023 – 4.589.871

 

Starfshópur um þátttöku íslenskra fyrirtækja og ríkisins á mörkuðum með kolefniseiningar – 18.4.2023 –  6.372.846

 

Starfshópur um eflingu samfélags á Langanesi – 24.5.2023 –   84.000

 

Stýrihópur um undirbúning tilnefningar – Man and Biosphere – 6.9.2023 –  5.550.000

 

Starfshópur um starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði út frá samkeppnishæfni, orkunýtingu og orkuskiptum. – 14.9.2023 – 7.114.070

 

Starfshópur um uppfærslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum – 4.10.2023 – Liggur ekki fyrir

 

Starfshópur um eflingu samfélags í Dalabyggð – 3.11.2023 –  3.461.078

 

Starfshópur ráðuneyta um hagsmunagæslu í tengslum við uppfærslu loftslagsmarkmiða – 28.11.2023 – Enn þá starfandi

 

Stýrihópur vegna gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni – 10.1.2024 – Liggur ekki fyrir

 

Starfshópur um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun – 26.1.2024 –  23.526.855

 

Starfshópur um heilbrigðiseftirlitskerfi og matvæli – 17.5.2024 – 25.947.350

 

Stýrihópur um mótun tillagna að nýtingu sveigjanleikaákvæða vegna skuldbindinga Íslands gagnvart ESB í loftslagsmálum og mögulegum kaupum og sölu á losunarheimildum – 28.6.2024 – Enn þá starfandi

 

Starfshópur um undirbúning að stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk – 3.7.2024 – Liggur ekki fyrir

 

Stýrihópur vegna sameininga stofnana ráðuneytisins – 9.7.2024 – Liggur ekki fyrir

 

Starfshópur um endurskoðun laga um Úrvinnslusjóð – 13.8.2024 – Enn þá starfandi, átti að skila skýrslu í maí

 

Starfshópur um orkuskipti i almenningssamgöngum – 10.9.2024 – Liggur ekki fyri

 

Starfshópur um starfsumhverfi jarðhitavinnslu – 30.9.2024 – Enn þá starfandi

 

Stýrihópur um eftirfylgni loftgæðaáætlunar 2025-2028  (endurskipan) – 4.4.2025 – Enn þá starfandi

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“