fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 10:42

Guðjón Sigurbjartsson olli usla með athugasemd sinni um banaslys Magnúsar Þórs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri HEI Medical Travel, fékk yfir sig skæðadrífu af harkalegum athugasemdum í kjölfar þess að hann ákvað að skjóta á strandveiðar í skugga banaslyss Magnús Þórs Hafsteinssonar, fyrrum þingmanns, sem fórst þegar bátur hans sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudaginn.

Talsverð umræða hefur verið um strandveiðar í kjölfar loforðs ríkistjórnarinnar um að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga á veiðitímabilinu frá maí til ágústloka. Sérstaklega af hálfu stórútgerðarinnar sem hafa sagt að taka þurfi kvóta af þeim til að færa smábátaeigendum. Í umræðunni hefur verið bent á slysahættu

„Strandveiðin er svo frábær, er það ekki?“ skrifaði Guðjón, sem er faðir Dóru Bjartar, oddvita Pírata í borgarstjórn, í færslu á Facebook og deildi með andlátstilkynningu Magnúsar Þórs. Sjálfur hefur Guðjón reynt fyrir sér í pólitík en hann hefur gefið kost á sér í prófkjörum hjá Pírötum og Sjálfstæðisflokknum á árum áður.

Landsþekktir hrauna yfir færsluna

Óhætt er að fullyrða að viðbrögðin við færslu Guðjóns hafi verið hörð en margir landsþekktir einstaklingar létu Guðjón heyra það í kjölfarið.

„Ertu hálfviti?“ spurði fallni sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrum þingmaður, sagði það sem margir hugsuðu: „Þessi færsla er með því ósmekklegasta sem ég hef séð“. Ólafur Stephensen,  framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, var á svipuðum slóðum: „Þetta er þér ekki til sóma,“ skrifaði Ólafur.

„Hvernig dettur þér þetta í hug?“ spurði Valdimar Örn Flygenring og flokkssystir Dóru Bjartar, Alexandra Briem, bætti við: „Þetta er ekki í lagi Guðjón. Hvernig dettur þér í hug að koma með svona innlegg um hörmulegt slys.“

Þá boðuðu margir að þeir myndu henda Guðjóni af vinalistanum í kjölfar færslunnar. Sá færsluhöfundur þá sæng sína upp reidda og tók færsluna út.

Hörmulegt fráfall Magnúsar Þórs var fyrsta banaslysið á sjó á þessu ári. Ekkert banaslys varð árið 2024 en tvö banaslys urðu á sjó árið 2023 en þar á undan hafði enginn farist í fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig