fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 11:45

Landspítalinn við Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, sem kynnt var Alþingi í morgun, er dregin upp alvarleg mynd af manneklu og flæðisvanda á Landspítalanum. Ástandið hefur víðtæk áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og öryggi sjúklinga, að mati stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun telur að aðgerðir stjórnvalda og spítalans undanfarin ár hafi ekki dugað til og kallar eftir heildstæðri lausn á vandanum.

Mikil mannekkla og mikilvægi ófaglærðra

Úttektin sýnir að mikill skortur hefur verið á menntuðu starfsfólki á spítalanum. Á árinu 2024 vantaði til dæmis um 50 hjúkrunarfræðinga, 30 lækna, 14 ljósmæður og yfir 370 sjúkraliða til að manna spítalann samkvæmt áætlunum. Hlutfall hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum hefur verið langt undir settum viðmiðum – að meðaltali 48% á móti markmiði um 60%.

„Breytileg yfirvinna heilbrigðisstarfsfólks og vinnuframlag sérhæfðs en ófaglærðs starfsfólks á sviði hjúkrunar og umönnunar heldur klínískri starfsemi Landspítala gangandi. Skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum hefur haft neikvæð áhrif á afköst og gæði þjónustunnar en fjöldi stöðugilda sjúkraliða sem eru ómönnuð eru jafnframt áhyggjuefni, segir í skýrslunni.

Ríkisendurskoðun bendir einnig á að mönnun hafi í reynd miðast við fjármagnsheimildir en ekki raunverulega þörf, sem greftur undan gæðum og öryggi þjónustunnar. Vinna við ný mönnunarlíkön hefur hafist en þróunin er of hæg, að mati stofnunarinnar.

Sjúklingaflæði í ólestri

Álag á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi er slíkt að árið 2024 var spítalinn að jafnaði á „viðbragðsstigi 3“, sem á að heyra til undantekningartilfella ef allt væri með eðlilegum hætti. Meirihluti sjúklinga þurftu að bíða lengur en 6 klst. áður en til innlagnar kom, í einungis í 23% tilvika var biðtíminn minni.

Í úttektinni kemur fram að rúmnýtingarhlutfall var að meðaltali yfir 100% á þremur þjónustusviðum spítalans árið 2024.   Margir sjúklingar komast ekki af bráðamóttökunni og á legudeild.

„Rúmstæði á bráðamóttökunni í Fossvogi eru 42 með göngudeildarhluta. Árið 2024 var meðalfjöldi sjúklinga á deildinni um 65 og rúmanýtingin því 154%. Stór hluti þarf því að jafnaði að bíða í stólum, biðstofum, á göngum eða öðrum rýmum. Árið 2024 lágu að meðaltali 29 sjúklingar á bráðamóttökunni sem voru tilbúnir til innlagnar á legudeild en komust ekki að,“ segir í skýrslunni.

Þrátt fyrir samþykkt Alþingis um fjölgun hjúkrunarrýma frá 2019 hefur aukningin verið lítil. Á tímabilinu bættust aðeins 69 rými við á landsvísu, og markmið um 3.433 rými fyrir árslok 2024 náðust ekki því enn vantaði um 470 rými. Biðtími eftir hjúkrunarrými var að meðaltali 176 dagar, þrátt fyrir markmið um 90 daga.

Gagnrýni á yfirstjórn og stefnumótun

Stjórnsýsluúttektin gagnrýnir skort á heildarsýn í yfirstjórn heilbrigðismála og segir aðgerðaráætlanir ráðherra ekki hafa skilað sér í fjárlagagerð né leitt til mælanlegra umbóta. Mælikvarðar og markmið vanti samhengi við ráðstöfun fjármuna, og eftirlit sé veikburða.

Landspítali tekur almennt undir ábendingar skýrslunnar en bendir á að manneklan stafi fyrst og fremst af skorti á faglærðu starfsfólki og breyttum starfskjörum. Spítalinn hafi þó hafið innleiðingu nýrra mönnunarlíkana og aukið stuðning við sérnám. Einnig er bent á að umfangsmiklar umbætur á gæðastjórnun séu í gangi.

Heilbrigðisráðuneytið lýsir stuðningi við tillögur Ríkisendurskoðunar, m.a. um styrkingu sérnáms, innleiðingu gæðakerfa og heildarstefnu um mönnun, sem ráðgert er að birta 2025. Þá á að efla stýringu á fjölda sérnámsstaða og móta stefnu um mönnun annarra heilbrigðisstétta.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið fær gagnrýni fyrir skort á eftirfylgni með uppbyggingu hjúkrunarrýma. Ríkisendurskoðun telur brýnt að endurskoða áætlanir og bæta markvissni og árangursmat í framkvæmd.

Hér er hægt að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig