fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur áhyggjur af því sem koma skal eftir að Heinemann tekur við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor.

Greint var frá því í lok janúar að kominn væri á bindandi samningur við Heinemann um sérleyfi til reksturs fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli. Varð fyrirtækið hlutskarpast í útboði sem Isavia stóð fyrir.

Ólafur skrifar á vef Vísis um málið þar sem hann bendir á að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli sé einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustöður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda.

Bendir hann á að Félag atvinnurekenda hefði fengið útboðsgögn afhent frá Isavia þar sem fram kom að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þá komi fram í útboðslýsingunni að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“ eins og það er orðað.

„Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur,“ segir Ólafur í grein sinni.

Hann segir síðan að Isavia hafi ekki viljað afhenda félaginu tilboð Heinemann.

„Þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra,“ segir Ólafur í grein sinni.

Hann segir að Heinemann misbeiti ráðandi stöðu og bendir á að fyrirtækin sem úi hlut eiga geti ekki snúið sér til annarra verslana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum.

„Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum,“ segir hann og rifjar upp að Samkeppniseftirlitið hafi ítrekað skilgreint fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað.

„Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur,“ segir Ólafur í greininni sem lesa má í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Í gær

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Í gær

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó