fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tekið margar umdeildar ákvarðanir síðan hann settist í stól Bandaríkjaforseta í janúar síðastliðnum.

Fáar ákvarðanir hans hafi þó verið jafn umdeildar og sú sem snýr að Kanada en forsetinn tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að setja 50 prósenta toll á stál og ál sem flutt er til landsins frá Kanada í stað 25% tolls sem hann hafði áður tilkynnt um. Hótaði hann viðbrögðum sem lesið verður um í sögubókum framtíðarinnar.

Hefur forsetinn sagt að það besta í stöðunni fyrir Kanada sé að verða 51. ríki Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Kanadamenn kæra sig ekki um.

Egill Helgason fjölmiðlamaður gerði frétt Vísis að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær en þar var einmitt fjallað um þessa umdeildu ákvörðun Trumps varðandi Kanada.

„Hvaða sturlun er þetta? Kanada! Þetta vingjarnlega fyrirmyndarríki!,“ sagði Egill og var steinhissa á Trump eins og svo margir aðrir sem skrifuðu undir færslu hans.

„Hann verður því miður í sögubókum framtíðarinnar. En held að það verði ekki farið mjúkum höndum um þennan sólóista í þeim skruddum,“ sagði tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson.

„Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum. Þetta snýst ekki lengur um neitt nema útblásið egó hins algjöra minnipokamanns þannig að hann getur í rauninni tekið upp á hverju sem er og enginn virðist þess umkominn að stöðva hann,“ sagði Illugi Jökulsson blaðamaður í athugasemd sinni. „Þetta er skelfingin uppmáluð,“ bætti Gestur Valgarðsson við.

„Trump er fasískur einræðisherra. Hann hefur gengið til liðs við öxulveldi illskunnar sem eru í stríði við frelsi og lýðræði. Hann ræðst því á lýðræðisríki og stendur með öðrum einræðisherrum.
Stóra spurningin er hvort Bandaríkjamenn láta þetta yfir sig ganga eða setja hann af,“ sagði svo einn.

Ólíklegt er að Trump verði að ósk sinni um að eignast Kanada ef marka má ummæli forsætisráðherra landsins. „Bandaríkin eru ekki Kanada og Kanada verður aldrei hluti af Bandaríkjunum á neinn hátt. Við báðum ekki um þessi slagsmál en Kanadamenn eru tilbúnir þegar einhver hendir af sér hönskunum,“ sagði forsætisráðherrann, Mark Carney á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum