fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Var í rúm 30 ár í dái og vissi aldrei að hún hefði misst dóttur sína

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 17:00

Luigina var aðeins 27 ára þegar hún lenti í slysinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextug kona kona sem hafði verið í dái í 33 ár lést fyrir skemmstu í Ítalíu. Hún féll í dá eftir bílslys árið 1992 en fékk aldrei að vita að dóttir hennar lést í slysinu.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Konan hét Luigina Brustolin og var aðeins 27 ára gömul þegar slysið varð, þann 23. maí árið 1992 á vegi í Pederobba nálægt Treviso í norðausturhluta Ítalíu. Með henni í bílnum var eins árs gömul dóttir hennar, Sara.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist en Wolksvagen Golf bíll Luiginu lenti í árekstri við Nissan Primera bíl sem 46 ára gamall maður ók. Eitt vitni er talið hafa séð áreksturinn en fannst aldrei.

Sara litla var á gjörgæsludeild í 35 daga áður en hún lést 29. júní, skömmu fyrir tveggja ára afmælisdaginn sinn. Luigina féll hins vegar í dá eftir slysið og ekki var hægt að ná henni úr því.

Svaf á gjörgæslunni

Eiginmaður Luiginu, Franco Reghin þá 26 ára gamall, var niðurbrotinn maður eftir slysið. Hann sat við hlið dóttur sinnar hvern dag á gjörgæsludeildinni.

„Þennan morgun tapaði ég öllu og líf mitt gjörbreyttist,“ sagði hann við fjölmiðla á sínum tíma við blaðið Il Gazzettino. „Ég svaf á gjörgæslunni þegar þau leyfðu mér það. Ég var með henni en mér var strax sagt að hún myndi ekki hafa það af. Sara var meðvituð um allt. Ég man eftir táum hennar og minna líka. Hún hefði orðið tveggja ára þann 16. júlí en jarðarförin hennar fór fram þann dag.“

Brást aldrei við áreiti

Alls var Luigina í dái í 33 ár eftir slysið örlagaríka. Hún sýndi sjaldan nokkur viðbrögð við áreiti. En það kom fyrir að hún opnaði og lokaði augunum.

Hún dvaldi heima hjá sér en þann 1. febrúar hafði hún verið flutt á sjúkrahús vegna versnandi heilsu. Hún lést þann 7. febrúar síðastliðinn. Dánarorsökin var hjartaáfall. Jarðarförin var haldin á miðvikudag, 12. febrúar í bænum Colbertaldo.

Luigina frænka

Franco fékk á sínum tíma skilnað frá Luiginu, giftist aftur og eignaðist tvö börn. Þau eru í dag 25 og 23 ára.

„Ég hóf nýtt líf og það voru ekki allir sáttir við það,“ sagði Franco í viðtali eftir andlát Luiginu. „En ég yfirgaf Luiginu aldrei. Á laugardögum og sunnudögum kom ég með hana heim til mín og börnin mín hittu hana. Þau kölluðu hana Luiginu frænku. Ég heimsótti hana síðast fyrir mánuði síðan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja

Hilmar Þór um heimsmálin: Pútín væri að taka áhættu með því að vingast við Bandaríkjamenn á kostnað Kínverja
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“

„Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra