fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að VG þurfi að fara óvænta leið til lifa af eftir ófarir síðustu ára. Össur skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann benti á manninn sem hugsanlega gæti reist VG við.

„Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður – sem er plús – og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi,“ segir Össur en Stefán var gestur Silfursins í gærkvöldi ásamt Heimi Má Péturssyni, framkvæmdastjóri Flokks fólksins og Hildi Þórisdóttur, bæjarfulltrúi í Múlaþingi, þar sem þau fóru yfir stjórnmálaumræðu síðustu daga.

„VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar. Bæði vilja þó leiða leifarnar í næstu kosningum,“ segir Össur sem telur að Stefán yrði óvænt útspil sem formannsefni og myndi „kjafta VG gegnum múrinn“ eins og hann orðar það.

Stefán Pálsson. Mynd: Eyþór Árnason

Hvort þetta gerist skal ósagt látið og sjálfur virðist Össur ekki hafa mikla trú á því.

„En hann er ekki í flokkseigendaklíkunni, VG er á hraðri leið fyrir endanlegan ætternisstapa og fyrir löngu búið að tapa tengslum við raunveruleikann. Líklegast er að Svandís verði klöppuð upp til að veita tætlunum sem eftir eru af VG síðustu nábjargirnar. En enginn getur skammað mig fyrir að hafa ekki bent þeim á leið til lífs.“

Færsla Össurar vakti talsverða athygli og lögðu fyrrverandi þingmenn meðal annars orð í belg.

„Leiðin til að lifa fyrir þau er að hætta og gera upp undanfarin ár af ósérhlífni og heiðarleika – ef þau geta. Ég er ekki viss um að þau skilji skaðann sem þau bjuggu til og geti viðurkennt það,“ segir til dæmis Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, telur hins vegar að VG eigi enn erindi í íslensk stjórnmál og ríkisstjórnin þurfi aðhald á þinginu frá vinstri, einkum í umhverfismálum.

„Stefán er manna skemmtilegastur en ég er ekki viss um að hið pólitíska argaþras dragi fram bestu hliðar hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan

Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu
Fréttir
Í gær

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku
Fréttir
Í gær

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarleg líkamsárás á Glerártorgi

Alvarleg líkamsárás á Glerártorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“

Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“