

Lykilvitni í Samherjamálinu, Sharon Neumbo að nafni, segist hafa fengið boð um 400 milljóna króna greiðslu til að þegja um starfsemi Samherja í Namibíu.
Blaðið The Namibian greinir frá þessu.
Neumbo er vitni í Samherjamálinu svokallaða í Namibíu, er stjórnarformaður félags sem starfaði með Samherja þar í landi og er uppljóstrari í málinu. Í 73 síðna vitnaskýrslu hennar segist hún hafa fengið upp á 54,4 milljón namibískra dollara, sem samsvarar um 400 milljónum íslenskra króna, fyrir að þegja um málið.
Málið hefur verið rannsakað bæði í Namibíu og á Íslandi og hafa starfsmenn héraðssaksóknara farið til Namibíu til þess að taka af henni vitnaskýrslu.
Að sögn Neumbo var henni boðin upphæðin í nokkrum greiðslum fyrir að þegja um starfsemi Samherja í Namibíu árið 2016. Sagði hún að sá sem hafi boðið henni greiðslurnar hafi verið Egill Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu. Eins og greint var frá árið 2021 þá vildu namibísk stjórnvöld fá Egil framseldan í málinu, ásamt Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu en íslensk yfirvöld höfnuðu framsali.