
Elmar Eiríksson var í dag, 17. desember, sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Honum var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á samtals 2.217 töflum af OxyContin 80 mg, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Efnin flutti hann til Íslands frá Varsjá í Póllandi, sem farþegi með flugi. Voru efnin falin í sælgætispokum í ferðatösku Elmars.
Hann játaði sök, sem var virt honum til refsilækkunar. Hann á hins vegar nokkurn sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2013.
Niðurstaðan er þriggja ára fangelsi.
Dóminn má lesa hér.