fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 12:30

Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem sýnir aktursstefnu bifreiðanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér lokaskýrslu vegna banaslyss sem varð á Hrunavegi í mars síðastliðnum en þá lést ökumaður Toyota Land Cruiser jeppa eftir árekstur við jeppa af sömu tegund. Er niðurstaðan rannsóknarinnar sú að helsta orsök slyssins sé að ökumaðurinn hafi ekið á röngum vegarhelmingi en fleiri orsakir eru tilgreindar meðal annars sú að jeppinn sem hinn látni ók hafi verið skráður úr umferð og hafi því ekki átt að vera í akstri.

Hinn látni var karlmaður á níræðisaldri. Slysið varð þeim hætti að Toyota Land Cruiser 90 fólksbifreið var ekið austur Hrunaveg. Á sama tíma var Toyota Land Cruiser 120 fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt, vestur Hrunaveg. Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni var ekið á vinstri akrein og framan á Toyota Land Cruiser 120 bifreiðina í hörðum árekstri. Ökumaður Toyota Land Cruiser 90 bifreiðarinnar var sá sem lést í slysinu. Ökumaður Toyota Land Cruiser 120 bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Tlkynnt var um slysið rétt eftir klukkan 9 að morgni. Um þriggja stiga frost var, heiðskírt, sólskin og snjóþekja á vegi.

Ökumennirnir voru einir í bifreiðunum. Sól var lágt á lofti. Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni var ekið á gagnstæðum vegarhelming á móti sólinni. Ökumaður Toyota Land Cruiser 120 bifreiðarinnar beygði til vinstri til að reyna að forðast árekstur en hægri framhlutar bifreiðanna rákust saman.

Ekki í belti

Fram kemur í skýrslunni að hvorugur ökumannanna hafi verið í öryggisbelti.

Bifreiðin sem hinn látni ók var nýskráð í nóvember 1996. Bifreiðin var síðast skoðuð í maí 2019 en átti að vera skoðuð árlega eftir það í júlí mánuði, síðast árið 2024. Segir í skýrslu Rannsóknarnefndar að í ökutækjaskrá hafi númeraplötur bifreiðarinnar verið skráðar í innlögn hjá skoðunarstofu og ökutækið skráð úr umferð.

Hin bifreiðin var aftur á móti með gilda skoðun.

Báðir jepparnir voru á ónegldum vetrarhjólbörðum.

Um veginn og aðstæður segir meðal annars í skýrslunni að hámarkshraði á vegkaflanum, þar sem slysið varð, hafi verið 70 km/klst. Snjóhula hafi verið yfir veginum og hann háll. Hvorki yfirborðsmerkingar né brúnir slitlags hafi verið sýnilegar. Vegaxlir hafi einnig verið huldar snjó.

Hvorugur ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Sólin

Í skýrslunni segir að staða sólar kunni að hafa skert útsýni ökumanns Land Cruiser 90 jeppans en eins og áður segir ók hann á röngum vegarhelming. Það hafi síðan aukið enn frekar á birtustigið að vegurinn hafi verið þakinn snjó.

Fram kemur að tæknirannsókn á bifreiðunum hafi leitt í ljós töluverða tæringu jeppanna. Land Cruiser 90 jeppinn var með talsvert tærða grind og hafði tapað verulegum styrk sökum þess. Grindin var m.a. tærð í sundur á einum stað og slitnaði ein stífufesting frá grindinni við áreksturinn sökum tæringar. Sílsar bifreiðarinnar voru talsvert tærðir og sökum þess hafði yfirbyggingin tapað verulegum styrk. Segir síðan í skýrslunni að sennilegt sé að framrúða bifreiðarinnar og sætisbak ökumanns hafi brotnað þegar loftpúði sprakk út við áreksturinn og ökumaður kastast til.

Grind hins jeppans var tærð í gegn á tveimur stöðum og hafði því tapað styrk. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hefði átt að fá athugasemd vegna þessa við síðustu aðalskoðun hennar.

Eins og áður segir voru ökumennirnir ekki í öryggisbeltum en í skýrslunni er minnt á að ef þau séu ekki notuð þegar loftpúðar springa geti það leitt til aukinna áverka.

Einnig er bent á í skýrslunni að akstursstefna Land Cruiser 90 jeppans, sem hinn látni ók, var á móti sól sem var lágt á lofti.

Orsakir

Niðurstaða skýrslunnar er sú að meginorsök slyssins hafi verið sú Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni hafi verið ekið á röngum vegarhelmingi og framan á hina bifreiðina sem komið hafi úr gagnstæðri átt.

Aðrar orsakir slyssins séu í fyrsta lagi þær að ökumenn bifreiðanna notuðu ekki öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að öryggisbelti hefðu verndað ökumenn í árekstrinum og dregið úr áverkum. Loftpúðar beggja bifreiða sprungu út við áreksturinn. Loftpúðar virki einungis rétt séu þeir notaðir með öryggisbeltum en geti skaðað ökumenn og farþega springi þeir út án þess að öryggisbelti séu notuð.

Einnig segir nefndin að önnur orsök sé sð staða sólar kunni að hafa truflað útsýn ökumanns Toyota Land Cruiser 90 bifreiðarinnar. Sól hafi verið lágt á lofti og á móti akstursstefnu bifreiðarinnar. Auk þess hafi vegurinn verið þakinn snjó sem aukið hafi enn á birtustig. Líkur séu á að staða sólar hafi haft áhrif á útsýn ökumannsins.

Jafnframt nefnir nefndin þá orskök að báðar bifreiðar höfðu tapað styrk vegna tæringar sem kunni að hafa aukið áverka í slysinu.

Loks er nefnd sú orsök að Toyota Land Cruiser 90 bifreiðin hafi verið skráð úr umferð. Skráningarnúmer bifreiðarinnar hafi verið innlögð hjá skoðunarstofu og bifreiðin því ekki átt að vera í umferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“