

Lögfræðingarnir Kolka B. Hjaltadóttir og Anna Einarsdóttir ásamt Guðlaugu Ásgeirsdóttur, dóttur Önnu, halda úti hlaðvarpinu True Crime Ísland.
Í þáttunum fara þremenningarnir yfir sakamál byggt á dómunum sjálfum, en hér á landi eru dómar opinber gögn sem allir hafa aðgang að á netinu. Samkvæmt lögum ber að birta dóma, en einhver misbrestur er á því milli héraðsdómstóla hvenær dómar eru birtir og hvort þeir eru allir birtir. Benda þær á að þær fjalla um mál eins og þau koma fyrir í dómi, eitthvað er stytt og öðru sleppt, og sumt orðað öðruvísi til að gera það skýrara og aðgengilegra. Allir geti lesið dómana sem eru opinberir.
Í sérstökum opnum þætti sem þær stöllur kalla Tungubit á Halloween fjalla þær um mál hinnar áströlsku Nara Walker sem árið 2017 beit tunguna úr þáverandi eiginmanni sínum. Hlaut Nara eins árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. mars árið 2018 fyrir líkamsárás og stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi. Dómurinn var þyngdur í 18 mánuði í Landsrétti en 15 mánuðir voru skilorðsbundnir. Auk þess að bíta tungu fransks eiginmanns síns í sundur var hún dæmd fyrir árás á konu sem var gestkomandi á heimilinu.
Nara hélt því fram að hún hafi verið þolandi langvarandi heimilisofbeldis og að eiginmaðurinn hafi verið að beita valdi þegar hún beit hann.
Árið 2021 ákvað Mannréttindadómstóll Evrópu að taka tvö mál Nara til efnismeðferðar.
Sjá einnig: MDE tekur mál Nara Walker fyrir
Nara og eiginmaður hennar fóru ásamt tveimur vinum sínum að skemmta sér í miðbænum og endaði kvöldið svo með að allir fóru heim til hjónanna. Mikið var um áfengi og vímuefni og átök brutust út.
„Nara er fædd 1990 og er uppalin í Springbrook, Ástralíu. Hún bjó þar með foreldrum sínum og systur en þau skildu þegar hún var um sjö ára gömul. Eftir það flutti fjölskyldan oft, meðal annars til Evrópu. Nicole hefur lýst því yfir að faðir hennar hafi verið ofbeldisfullur. Frá unga aldri hafði Nicole mikinn áhuga á listum og lauk B.A.-gráðu frá Griffith-háskólanum í Brisbane á listabraut. Á meðan á náminu stóð kynntist Nicole eiginmanninum sínum, sem var frá Frakklandi og hann er sex árum eldri en hún. Við vitum í raun og veru ekkert um hann, nema bara að hann er fæddur 1986. Hann verður fertugur á næsta ári. Hann flytur til Íslands 2016 og þetta mál gerist 2017. Hann flytur út af því að hann fær vinnu á Íslandi og Nara fer með honum hingað.“
Konan var vinnufélagi eiginmannsins og fjórði einstaklingurinn var bandarískur karlmaður, sem þær kalla Siggu og Ameríkanann,
„En að atvikinu sjálfu, að þá gerist það, eins og þú sagðir áðan, 31. október, Halloween, árið 2017, árið eftir að Nicole og maðurinn hennar flytja til Íslands. Hjónin og Sigga, vinkona þeirra, ákveða að skella sér saman niður í bæ. Samkvæmt öllu voru allir bara í góðum gír, stemningin var góð og þau eru þarna að fara meðal annars á tónleika og kaffibarinn. Ameríkaninn, sem að þau höfðu kynnst vikuna áður. Þau eru í einhverjum samskiptum við hann og hann kemur og hittir þau þarna á Kaffibarnum. Og er þarna að hlusta á tónleikana með þeim. Þau eyða saman kvöldinu, öll saman fjögur. Og í lok kvöldsins, þá bjóða hjónin heim til sín til að halda partíinu áfram. fara heim, fá sér í glas og örugglega djamma. Eins og meira, þetta sem við erum að lýsa hérna, þau eru öll nokkuð sammála um þetta. Nei, en það sem gerist eftir að þau koma heim, þar byrja frásagnir allar að stangast á.“
Þegar lögreglan kemur á vettvang þá heyrast strax mikil læti út á götu, frá efstu hæð hússins og það hljómar eins og átök séu í gangi. Þannig að lögreglan dinglar eða bankar og enginn kemur til dyra eða hleypir þeim inn. Þannig að þeir neyðast til þess að fara, sem sagt, inn um einhvern glugga að ná sameigninni og komast þannig inn á stigaganginn. Eiginmaður er blóðugur í kringum munninn. Og hún með sár í andliti og á hendi og marin á hnjánum. Augljóst var að mikið hafði gengið á í íbúðinni.
„Eiginmaðurinn sagði lögreglu frá því að Nara hefði bitið af honum tunguna og sýndi lögreglunni bæði tunguna og tungubitann sem hann hélt á í hendinni. Nara var stödd í stiga. sem liggur upp á efri hæð. Hún er greinilega mjög ölvuð, grætur og er í miklu uppnámi. Hún segir lögreglu að þau hafi verið á djamminu og farið svo heim til þeirra að halda áfram að djamma. Þar hafi maðurinn hennar og Sigga byrjað að kyssast. Og hún hafi orðið reið yfir því. En að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um þetta atvik. Lögreglan handtekur hana og grunar um líkamsárás og þegar henni er tilkynnt um að hún sé handtekin, þá segir hún að þeir séu að handtaka rangan aðila, það sé hún sem sé fórnarlambið. Hún sé ekki gerandinn heldur sé hann sem sé að beita hana ofbeldi í hjónabandinu. Nara segir frá því að maðurinn hennar hafi beitt hana grófu líkamlegu ofbeldi að minnsta kosti þrisvar áður. En að hún hafi samt aldrei tilkynnt það til lögreglu. Hún segir líka að maðurinn hennar hafi átt í ástarsambandi með Siggu í að minnsta kosti fjóra mánuði fyrir atvikið. Og lögreglan handtekur hana, flytur hana þá upp á lögreglustöð þar sem hún var látin blása og niðurstaða þeirra mælinga var að hún var með 1,6 prómill í blóði.“
Stöllurnar fara vottorð frá læknum sem eru hluti af sönnunargögnum málsins.
„Tungan mun aldrei ná sér að fullu af því að hún er verulega stytt og hann mun aldrei ná að rétta hana alveg út. Og það hefur áhrif á tal hans til frambúðar.“
Meiðslum samstarfskonu eiginmannsins er einnig lýst og hvaða skaða hún bar af átökunum.
Nara var ákærð og málið fór fyrir héraðsdóm.
„Það er alltaf tekin skýrsla af ákærða fyrst. Og svo vitnum, en vitnin eru aldrei inni þegar ákærði er að gefa skýrslu fyrir dómi. Og eftir að ákærða er búin að gefa skýrslu fyrir dómi, þá koma vitnin inn í röð, eitt í einu. Og almennt má ákærði vera áfram inni í réttarsalnum og fylgjast með vitnunum gefa skýrslu.“
Stöllurnar fara yfir atburðarásina heima hjá hjónunum. Eiginmaðurinn hafi reiðst þar sem Nara kyssti Ameríkanann, þrátt fyrir að hann hafi áður verið að kyssa samstarfskonu sína. Nara segist hafa óttast um líf sitt. Hann hafi barið hana og niðurlægt.
„Og á meðan hún sat grátandi, hrædd með höfuðið á milli lappanna á sér, þegar hún reyndi að komast í burtu hafði hann stöðvað hana. Hann hafði haft andlitið alveg við andlitið hennar. Hún hafði orðið alveg stjörf af ótta. Þarna þá reyndi hann að kyssa hana. En hún vildi það ekki. Hún segir að hún hafi verið mjög ringluð og í sjokki og hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri með tunguna uppi í sér. Næsta sem hún man er að hún lá á gólfinu í stofunni með bæði eiginmanninn og Siggu ofan á sér. Hún reyndi að ýta Siggu af sér og þær hafa togað í hárið á hvor annarri. Og þau þrjú börðust þarna um á gólfinu. En loks tókst Nara að losna. og þá hljóp hún og settist efst í tröppurnar inni í íbúðinni, skjálfandi eftir atvikið.“
Næst fara þær yfir framburð eiginmannsins sem stemmir alls ekki við lýsingu Nara af atvikinu, segir hann engin átök hafa átt sér stað og Ameríkaninn hafi einfaldlega farið af því hann bað um það. Einnig fara þær yfir vitnaframburð Siggu og Ameríkanans, sem gaf símaskýrslu heiman frá sér í Bandaríkjunum. Ræða þær slíkar símaskýrslur og hvort þær hafi sama vægi og framburður í dómsal.
„Það voru allir á móti svona síma- og vídeóskýrslum. Svo kom einhvern veginn COVID og þá finnst mér eins og dómstólar og dómarar og bara réttarkerfið í heild á Íslandi hafi ekki gert neitt til að þróast. Það er auðvitað sagt að það sé betra að meta trúverðugleika og fleira þegar að aðilinn er á svæðinu.“
„Já, ég hef líka heyrt frá lögmönnum eða fólki í lögfræðinni að það er oft bara erfitt að skilja fólk. Það laggar stundum og alls konar svona tæknivandræði sem kannski hafa áhrif á það.
En hugsaðu þér samt hvað gætum við sparað mikinn pening og gætum hraðað mörgu ef það væri bara á Teams, bara eins og allar fyrirtökur og öll svona undirbúningsþinghöld fyrir aðalmeðferð.“
Stöllunum finnst áhugavert að fara yfir framburð eins læknis sem sagði að það þyrfti mikinn bitkraft til að tungan færi alveg í sundur. Slíkt væri mjög óalgengt því venjulega slitnar tunga bara að hluta. Hann hefði aldrei áður séð að tunga rifni alveg í sundur. Og segir líka þarna að eiginmaðurinn muni aldrei ná fullri hreyfigetu í tungunni aftur.
Fyrir dómi viðurkenndi Nara að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum.
Þar er tekið fram að Ameríkaninn hafi gefið skýrslu og í raun kemur hann ekki fyrir í dómnum frekar, þar sem hann var ekki á staðnum þegar tungubitið átti sér stað og hann getur ekkert sagt um það.
„Meginreglan er að þú eigir að koma fyrir dómara. Það er bara meginregla í íslensku sakamáli, heitir milliliðalaus sönnunarfærsla. Að sönnunargögn og vitnisburður og framburður ákærða skal vera frammi fyrir þeim dómara sem dæmir í málinu.
Dómurinn mat það svo að það hafi verið yfir skynsamlegan vafa að Nara hafi ráðist á þau. Brotið er fellt undir ofbeldi í nánum samböndum, sem sagt heimilisofbeldi.
Og til þess að falla undir þetta ákvæði, þá getur líka verið um að ræða mörg samfelld brot yfir langan tíma. Og þetta eru sem sagt aðilar í nánum tengslum sem að búa saman eða svoleiðis.
Og þetta grípur í raun og veru mjög mikið af því að þetta hefur áhrif á það að við erum með 217. grein, það er minni háttar líkamsárás. Svo erum við með 218 sem er meiri háttar líkamsárás. Og svo erum við þarna í 218 b, heimilisofbeldi. Og það er hver sem endurtekið á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, barna eða niðja og niðja núverandi og fyrrverandi maka, stjúpbörn eða annarra sem búa á heimilinu, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, þá á hann að sæta fangelsi allt að sex árum. Það er svolítið áhugavert að þetta byrjar á því að segja hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt, þannig að þetta getur verið eitt skipti þar sem að einhver í fjölskyldunni bara ræðst mjög alvarlega á heimilisfólk sitt, einn heimilismann. En síðan þetta þarna endurtekið, það getur þá verið sko minni árás.
Árás, en er samt bara svona síendurtekið, endalaust eitthvað andlegt ofbeldi, endalaust bara svona að vera að pikka á manneskju, enda þarf það líka, þarf bara að ógna lífi, heilsu eða velferð.Þannig að þeir fella þetta undir heimilisofbeldi og segja að afleiðingar brotsins hafi verið sérstaklega sársaukafullar, sem er þarna í annarri málsgrein. Það getur getur varðað allt að 16 ára fangelsi ef að það er. Þannig að þeir fella þetta undir aðra málsgrein heimilisof- eldisákvæðisins vegna þess að eiginmaðurinn missir hluta af tungunni á sér. Og getur ekki talað að einhverju leyti eins.“
Nara var eins og áður sagði dæmd í 12 mánaða fangelsi, þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir og afplánast í fangelsi. Níu mánuðir falla niður eftir tvö ár ef hún brýtur ekki af sér á þeim tíma.
Velta þær fyrir sér af hverju Nara gat ekki sótt um samfélagsþjónustu. Allir sem að fá fangelsisdóm upp að tveimur árum geta sótt um samfélagsþjónustu. Nara þurfti að greiða 1,2 milljónir í miskabætur til eiginmannsins og 410 þúsund krónur til Siggu. Auk rúlega 4 milljóna í sakarkostnað og 2,6 milljónir til verjanda síns.
Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Nara fór ekki strax í afplánun og nýr verjandi tók við máli hennar. Þar mættu Nara og fyrrum eiginmaður, en þarna voru þau skilin, og Sigga og gáfu nýja skýrslu fyrir Landsrétti.
„Og það er undantekning af því að Landsréttur byggir bara oftast á upptökum og endurritum úr héraðsdómi. Það er alltaf bara tekið upp í hljóð og mynd það sem að þú segir fyrir héraðsdómi. Og meginreglan er sú að það þarf ekki að koma og gefa aftur skýrslu fyrir Landsrétti. Ef þú kemur í viðbótarskýrslu þá er það af því að það þarf að spyrja að einhverju sem hefur ekki komið fram í héraðsdómi. Dómari þarf að samþykkja það. Verjandinn og ákæruvaldið fara fram á það. Og það er bara hægt að synja því. Ameríkaninn kom fyrir Landsrétt og gaf skýrslu þar.“
Nara viðurkenndi fyrir Landsrétti að hafa bitið tunguna úr fyrrum eiginmanni sínum en hélt samt fram að þetta væri sjálfsvörn og hún hafði bara viljað komast þarna út úr íbúðinni. Landsréttur segir svo að frásögn hennar hafi ákveðinn stuðning í framburði Ameríkanans og staðreynd að hún hafi sjálf hlotið ýmsa áverka. Og meðal annars var hún rifbeinsbrotin. Og rétturinn bendir einnig á að fyrrverandi eiginmaðurinn og Sigga séu nú í sambúð. Og að það hafi vægi við mat á trúverðugleika frásagna þeirra. Með því er verið að gefa í skyn að náin tengsl þeirra geti haft áhrif á framburð og því verði frásögn þeirra metin með hliðsjón af því.
Landsréttur féllst ekki á neyðarvörn en útskýrir það ekki frekar. Og þyngir refsinguna um hálft ár, það er 18 mánuði, en 15 þeirra séu skilorðsbundnir í þrjú ár. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi að Nara sæti inni alla 18 mánuðina.
„Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni Nara sem hefur alltaf haldið því fram að um sjálfsvörn væri að ræða. Og í viðtali við Fréttablaðið árið 2018 þá sagði hún, að málið sitt væri fordæmisgefandi varðandi neyðarvörn kvenna á Íslandi sem að verða fyrir grófu ofbeldi eða sæta heimilisofbeldi.
Þetta mál er mjög sérstakt að því leyti að það fékk rosalega fjölmiðlaumfjöllun, líka í Ástralíu, og Nara hefur sagt sína sögu bæði í íslenskum og áströlskum fjölmiðlum. Og í viðtali við Nine News þá gagnrýnir hún lögregluna á Íslandi mjög mikið og segir að í stað þess að hafa fengið læknisaðstoð þetta kvöld, að þá hafi hún bara verið sett í handjárn og færð í fangaklefa. Það er haft á eftir henni beint að hún segir, sem sagt: „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina.“ Og síðan kemur að því að hún þarf að fara að hefja afplánun. Og 20. febrúar 2019, sem er þá hvað, einu og hálfu ári, tæpum tveimur, eftir árásina, þá fær hún dagsetningu og mætir upp á Hólmsheiði til þess að hefja afplánun. Og það var fullt af konum sem mættu með henni og löbbuðu með henni afleggjarann. Mjög fallegt. Þær gerðu það til að sýna henni stuðning. Og hún gerði mikið af list inni á Hólmsheiði.
Og hún hélt listasýningu og sýndi verk sem hún bjó til inni á Hólmsheiði eftir að hún kom út.En ég fann ekkert um franska eiginmanninn og ekki í frönskum fjölmiðlum.
Hún fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Og þeir samþykktu að taka málið til meðferðar. Það getur náttúrulega tekið rosalega langan tíma að fá niðurstöðu í máli þegar maður fer með það fyrir Mannréttindadómstólinn. Þannig að ég veit ekki alveg hvar málið er statt.“
Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér. Hvetjum við þá sem hafa áhuga á umfjöllun um sakamál á mannamáli til að hlusta. Nýr þáttur kemur vikulega.