fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

MDE tekur mál Nara Walker fyrir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 08:00

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 var Nara Walker dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú ákveðið að taka tvö mál Nara til efnismeðferðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að annað málið snúist um dóminn sem hún fékk fyrir líkamsárásina og málsmeðferðina í aðdraganda dómsins. Nara bar þá fyrir sig að hún hefði brugðist við í sjálfsvörn og sagði að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði ítrekað beitt hana ofbeldi. Kvöldið örlagaríka hefðu hann og önnur kona ráðist á hana.

Hin kæran snýr að meðferð lögreglunnar á kærum hennar gegn fyrrverandi eiginmanni hennar árið 2017 en hún kærði hann fyrir ítrekað heimilisofbeldi sem hún sagði hann hafa beitt sig bæði hér á landi og í Bretlandi árin 2016 og 2017.

Í apríl 2019 var Nara tilkynnt að að lögreglan hefði hætt rannsókn málanna og fellt þau niður. Þessa ákvörðun staðfesti ríkissaksóknari á þeim grunni að íslensk yfirvöld hefðu ekki lögsögu yfir hluta kæruefnanna og vegna þess að þau væru ekki líkleg til sakfellingar.

Nara telur að ríkið hafi virt að vettugi mikilvæg sönnunargögn í máli hennar með því að hafa ekki rannsakað kærur hennar um ítrekað heimilisofbeldi og með því að hafa ekki tekið mið af þeim við rannsókn sakamálsins gegn henni þar sem hún bar fyrir sig sjálfsvörn.

Hún telur að ríkið hafi þannig virt mikilvæg sönnunargögn að vettugi og þannig brotið gegn 3. grein Mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð eða refsingu og gegn 8. grein en hún snýr að friðhelgi einkalífs heimilis og fjölskyldu. Einnig telur hún að ríkið hafi brotið gegn jafnræðisreglu Mannréttindasáttmálans og að hún hafi hlotið síðri málsmeðferð vegna kyns síns og þjóðernis en hún er áströlsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund