fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 12:18

Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra greinir frá því á Facebook að hún hafi nú fyrr í morgun rætt í síma við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um ákvörðun sambandsins um að undanskilja ekki Ísland og Noreg frá verndartollum á kísilmálmi. Segir Kristrún að skýrt hafi komið fram af hálfu Von der Leyen að um einstakt tilvik væri að ræða sem væri ekki fordæmisgefandi og ákvörðunin snerist ekki um EES-samninginn.

Kristrún segir að ákvörðun Evrópusambandsins hafi verið mikil vonbrigði:

„Að okkar mati samræmist hún ekki EES-samningnum þó að útfærslan á þessum aðgerðum taki mið af hagsmunum okkar – sem er ákveðinn varnarsigur eins og forstjóri Elkem hefur sagt.“

Áfram verði haldið að berjast fyrir hagsmunum Íslands í málinu og þakkar Kristrún öllum sem hafa lagt lið í hagsmunagæslunni undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra:

„Það er mikilvægt fyrir okkur sem erum í forsvari í stjórnmálum að senda rétt skilaboð til fólksins í landinu og atvinnulífsins. Að tala af ábyrgð. Og standa vörð um EES-samninginn sem er og verður áfram kjölfestusamningur í efnahagsstefnu Íslands.“

Kristrún segist í símtalinu við Ursulu von der Leyen hafa komið skýrt til skila óánægju íslenskra stjórnvalda með þessa niðurstöðu og að hún væri ekki í takti við það sem við ætti að búast í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands. Von der Leyen hafi tekið af öll tvímæli:

„Von der Leyen staðfesti við mig að aðgerðirnar væru sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir. Hún sagði líka skýrt að þessi ákvörðun snerist ekki um EES-samninginn. Ísland getur áfram reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB og því fjárfestingaumhverfi sem samningnum fylgir. Þrátt fyrir þetta hliðarspor þá stendur EES-samningurinn sterkur. Það er mikilvægt að fá það staðfest með þessum hætti.“

Kristrún segist að lokum vera á leiðinni norður í land:

„Nú er ég á leiðinni norður. Ég tek þátt í ráðstefnu á Húsavík um framtíðina á Bakka. Og í kvöld verð ég á Kópaskeri þar sem við Logi Einarsson ætlum að eiga opið samtal við heimamenn um daglega lífið. Hlakka til. Áfram gakk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur