fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. nóvember 2025 17:30

Reykjanesbær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samþykkt var á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar að gerð verði heildarúttekt á stöðu leikskólamála í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Segja fulltrúar minnihlutans að eins og staðan á biðlistum virðist vera bendi til að hún sé verri en í Reykjavík.

Greint var frá því á fundinum að í nóvember 2025 hafi 134 börn verið á biðlista eftir leikskólaplássum í Reykjanesbæ. Í fundargerðinni segir að samkvæmt fundargögnum sé þetta fjöldi barna sem sótt hafi verið um leikskólapláss fyrir sem hafi ekki enn fengið úthlutað.

Í kjölfarið var gert fundarhlé í um hálfa klukkustund. Að því loknu lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Umbótar, sem eru í minnihluta, fram bókun þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að gera heildarúttekt á stöðu leikskólamála í sveitarfélaginu. Í tvö kjörtímabil hafi staðið til að börn væru tekin inn í leikskóla við 18 mánaða aldur en raunin virtist vera sú að flest börn hafi verið að hefja leikskóladvöl 24-29 mánaða gömul. Ef þær tölur reynist réttar þá hafi staðan í þessum málaflokki verið langverst hjá Reykjanesbæ í samanburði við sambærileg sveitarfélög um árabil og fyrir löngu tímabært að ráðast í úrbætur. Reykjavíkurborg hafi verið reglulega gagnrýnd fyrir slæma stöðu í leikskólamálum en miðað við þessa stöðu biðlista í leikskólum þá virðist biðlistar í Reykjanesbæ vera hartnær helmingi lengri en hjá borginni ef miðað sé við íbúafjölda.

Sammála en fleiri pláss á leiðinni

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í menntaráði, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Beinnar leiðar, lögðu fram sína eigin bókun þar sem tekið var undir að gera þyrfti slíka úttekt.

Segir í bókuninni að sviðsstjóra menntasviðs sé falið að vinna að því að gerð verði heildarúttekt á stöðu leikskólamála í Reykjanesbæ í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Markmið úttektarinnar sé að kanna möguleika á því að taka börn inn í leikskóla í Reykjanesbæ við 18 mánaða aldur en í dag sé miðað við börn sem verði tveggja ára á árinu. Einnig verði skoðað á hvaða aldri börn hafi verið þegar þau hafi fengið úthlutað leikskólaplássi í sveitarfélaginu á yfirstandandi kjörtímabili. Rétt sé að benda á að í næstu viku verði tekinn í notkun nýr leikskóli í Drekadal þar sem bætast muni við 43 leikskólapláss og 30 til viðbótar á árinu 2026. Fullbúinn verði þessi nýi leikskóli í Innri-Njarðvík fyrir 120 börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“