fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 18:00

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis er þátttakandi í verkefninu EU4Health ásamt hátt í 30 Evrópuþjóðum. Er þar stefnt að því að auka rafrænt aðgengi að sjúkraskrárupplýsingum yfir landamæri. Um er að ræða samantekt á heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrá og rafrænar lyfjaávísanir sem einstaklingur getur heimilað heilbrigðisstarfsmanni í öðru Evrópulandi aðgang að þurfi hann að leita sér heilbrigðisþjónustu þar. Þannig getur Íslendingur sem t.d. er búsettur á Spáni og þarf að leita til læknis, heimilað lækninum aðgang að upplýsingum sem varða læknisþjónustu sem hann hefur fengið á Íslandi, auk þess sem hann getur leyst út lyfjaávísanir frá Íslandi.

Yfir 50 þúsund Íslendingar voru búsettir erlendis árið 2024, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, flestir á Norðurlöndunum, að ógleymdum öllum þeim fjölda Íslendinga sem eru á ferðalögum erlendis hverju sinni. Ljóst er að þegar markmið verkefnisins er orðið að veruleika mun heilbrigðisþjónusta við Íslendinga erlendis stóreflast og mikið hagræði hljótast af þessum breytingum.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu verkefnisins eru auk Íslands alls 28 Evrópuþjóðir þátttakendur í því, þar á meðal Norðurlandaþjóðirnar, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Portúgal og fleiri.

Verkefnið gengur hægt

Miðað við upplýsingar í grein frá Embætti landlæknis á vefsíðunni Island.is átti Ísland að geta tekið við og miðlað sjúkraskrárupplýsingum frá öðrum Evrópulöndum í lok ágúst 2025. Þetta hefur ekki gengið eftir. Dæmi eru um að Íslendingar búsettir erlendis hafi sett sig í samband við DV og kvartað undan því að erfitt sé að nálgast upplýsingar um stöðu verkefnisins hjá Embætti landlæknis.

DV fékk hins vegar þær upplýsingar frá embættinu að verið sé að leggja lokahönd á prófanir á miðlun á sjúkrarskrárupplýsingum milli landa þessa dagana. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sendi eftirfarandi svar við fyrirspurn DV fyrr í vikunni:

„Verið er að leggja lokahönd á prófanir á miðlun á sjúkraskrárupplýsingum milli landa, bæði frá Íslandi til annarra landa og frá öðrum löndum til Íslands. Verið er að prófa þessa virkni á móti fyrsta landinu. Þeim prófunum mun ljúka á næstu vikum og svo munu fleiri lönd bætast smátt og smátt við. Strax og þetta ferli er komið er af stað mun það sama verða gert með notkun á erlendum lyfjaávísunum hér á landi og íslenskum erlendis.

EU4Health er áætlun sem styður (með fjármagni) við uppbyggingu á the European Health Data Space (EHDS) reglugerðinni.  Reglugerðin var samþykkt í Evrópu (2025) og verður innleidd á Íslandi. Innleiðingin mun að líkindum taka einhver ár.

EHDS er skilgreint sem evrópskt vistkerfi, tengt heilbrigðisgögnum, sem samanstendur af reglum, sameiginlegum stöðlum og verklagi, innviðum og stjórnkerfi og hefur eftirfarandi markmið:

  1. Valdefla einstaklinga með betra aðgengi að og stjórn á eigin heilbrigðisgögnum bæði innanlands og þvert á Evrópulönd (frumnýting gagna, e. primary use (t.d. patient summary)).
  2. Skapa öruggan og skilvirkan ramma fyrir endurnýtingu heilbrigðisgagna (secondary use) í vísindarannsóknum, nýsköpun og stefnumótun. Þegar talað er um endurnýtingu heilbrigðisgagna er átt við þegar heilbrigðisgögn eru notuð í öðrum tilgangi en þeim var upphaflega ætlað. HUS vinnur að undirbúningi þessa í samvinnu við m.a. heilbrigðisráðuneytið.
  3. Stuðla að einum markaði fyrir stafræn sjúkraskrárkerfi, lækningatæki og gervigreindarkerfi.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“