fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Kristinsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hefur verið send í leyfi frá störfum en ráðning hennar á síðasta ári í starfið var nokkuð umdeild.

Vísir greinir frá þessu og þar kemur fram að ráðist verði í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum en ljóst er að stjórnendur og starfsfólk í skólanum er alls ekki sammála um þessi atriði.

Dagný hefur í fyrri störfum sínum sem skólastjóri lent upp á kant við undirmenn sína en hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík en stór hluti starfsmanna hafði lýst yfir vantrausti á hendur henni.

Dagný var ráðin í starfið í Víðistaðaskóla í júlí á síðasta ári. Ráðningin þótti nokkuð umdeild í Hafnarfirði eins og DV hefur áður greint frá í ljósi starfsloka hennar í Hvassaleitisskóla en einnig vegna þess að Dagný er náfrænka Valdimars Víðissonar sem var þá formaður bæjarráðs en er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Umdeild ráðning skólastjóra í Hafnarfirði – Náfrænka verðandi bæjarstjóra hreppti hnossið

Gengið var frá ráðningunni í kjölfar mats þriggja manna nefndar sem var skipuð embættismönnum bæjarins.

Gagnrýnt var að Dagný hefði verið tekin fram yfir Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttir, þáverandi aðstoðarskólastjóra Hraunavallaskóla, í Hafnarfirði, og þáverandi formann Körfuknattleiksambands Íslands sem hafði notið mikilla vinsælda í störfum sínum.

Guðbjörg mun leysa Dagnýju af sem skólastjóri Víðistaðaskóla samhliða starfi sínu sem skólastjóri nýs skóla í Hafnarfirði, Hamranesskóla, sem enn hefur ekki verið reistur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra