fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag var Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara handtekinn í sumar. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður segir í pistli á Facebook að málið kalli á tiltekt í réttarvörslukerfinu.

Karl Ingi var handtekinn fyrir utan skemmtistað og gisti í kjölfarið fangageymslur eftir að hafa lent í einhverju orðaskaki við aðra viðskiptavini staðarins og dyraverði. Hann hefur hafnað boði embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að ljúka málinu með greiðslu sektar og segist ekki hafa brotið nein lög.

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Sævar Þór spyr í pistli sínu hvort það sé ekki orðið augljóst að að taka þrufi til í réttarvörslukerfinu hér á landi.

„Gott og blessað að þetta sé eitthvað fyllirísraus en mál síðustu vikna, mánaða og ára bera þess keim að það þarf að fara að hreinsa til duglega í þessum kerfum.“

Hvaða önnur mál Sævar Þór á þarna við tekur hann ekki fram en hann gagnrýnir Karl Inga fyrir að lýsa því sjálfur yfir að hann hafi ekki gerst brotlegur við lög:

„Hér er embættismaður sem vinnur við að sækja fólk til saka að lýsa því yfir að engin lög hafi verið brotin og dæmir um það sjálfur, ekki hafa hinir ákærðu í málum sem hann sækir slíkan munað að geta sagt þannig að mark sé á takandi að hans mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa