fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 10:13

Rakel Garðarsdóttir og viðurkenningarhafar ársins Arnhildur og Hrefna. Með þeim er Ingibjörg Kristjánsdóttir hjartalæknir sem veitti viðurkenningu móður sinnar Geirlaugu viðtöku og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Mynd: Silla Páls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026 og félagið kallar eftir tilnefningum – hafðu áhrif á valið og skilaðu inn!

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu. Hægt er að tilnefna konur í einum flokki eða öllum til og með 21. nóvember nk.

Það voru þær Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir sem hlaut FKA viðurkenninguna 2025, Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025 og Geirlaug Þorvaldsdóttir hlaut FKA þakkarviðurkenninguna 2025. Það verður spennandi að sjá hverja við heiðrum í næstu Viðurkenningarhátíð.

Reynir Grétarsson einn stofnenda Creditinfo, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir FKA viðurkenningarhafi 2025 og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. Mynd: Silla Páls.

HLEKKUR TIL AÐ TILNEFNA HÉR

Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á stórglæsilegri Viðurkenningarhátíð FKA á Hótel Reykjavík Grand 28. janúar 2026. Dómnefnd mun meta tilnefningar og á endanum, velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Lögð er áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna á lista, fjölbreyttan hóp kvenna af öllu landinu, með ólíkan bakgrunn og reynslu sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar.

Rakel Garðarsdóttir og viðurkenningarhafar ársins Arnhildur og Hrefna. Með þeim er Ingibjörg Kristjánsdóttir hjartalæknir sem veitti viðurkenningu móður sinnar Geirlaugu viðtöku og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Mynd: Silla Páls.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri , Hermann Björnsson forstjóri og Margrét Sveinsdóttir. Mynd: Silla Páls.

FKA heldur áfram að skrifa konur inn í söguna

FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og síðustu ár hefur framlína í íslensku atvinnulífi og nánir samstarfsfélagar og fjölskyldur viðurkenningarhafar fagna saman á stórglæsilegri hátíð sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.

Á Viðurkenningahátíðinni eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið hvatning og fyrirmyndir:

–          FKA Viðurkenning er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem er eða hefur verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

–          FKA Hvatningarviðurkenning er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.

–          FKA Þakkarviðurkenning er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Hvaða þrjár konur verða heiðraðar? Hafðu áhrif og sendu inn tilnefningu fyrir FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna 2025.

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA er opinn viðburður sem verður á Hótel Reykjavík Grand 28. janúar 2026. Mynd: Silla Páls.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir FKA viðurkenningarhafi 2025. Mynd: Silla Páls
Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á Hótel Reykjavík Grand 28. janúar 2026. Mynd: Silla Páls.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir með ávarp og Unnur Elva Arnardóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir núverandi varaformaður FKA. Mynd: Silla Páls.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir FKA viðurkenningarhafi 2025. Mynd: Silla Páls.

Viðurkenningarhafar síðustu ára – frá upphafi:

  • FORSENDUR – FKA Viðurkenning er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem er eða hefur verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Tanya Zharov

Ásta Sigríður Fjeldsted

Hafrún Friðriksdóttir

María Fjóla Harðardóttir

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir

Margrét Kristmannsdóttir

Erna Gísladóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Birna Einarsdóttir

Guðbjörg Matthíasdóttir

Liv Bergþórsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Rannveig Grétarsdóttir

Aðalheiður Birgisdóttir

Vilborg Einarsdóttir

Rannveig Rist

Steinunn Sigurðardóttir

Halla Tómasdóttir

Ásdís Halla Bragadóttir

Katrín Pétursdóttir

Aðalheiður Héðinsdóttir

Svava Johansen

Elsa Haraldsdóttir

Þóra Guðmundsdóttir

Hillary Rodham Clinton

  • FORSENDUR – FKA Hvatningarviðurkenning er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Arnhildur Pálmadóttir

Inga Tinna Sigurðardóttir

Grace Achieng

Edda Sif Pind Aradóttir

Fida Abu Libdeh

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Helga Valfells

Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

María Rúnarsdóttir

Rakel Sölvadóttir

Helga Árnadóttir, Signý (Tulipop)

Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms (Attendus)

Margrét Pála Ólafsdóttir

Marín Magnúsdóttir

Agnes Sigurðardóttir

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

Guðbjörg Glóða Logadóttir

Jón G. Hauksson

Edda Jónsdóttir

Freydís Jónsdóttir

Guðrún Hálfdánsdóttir

Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms

Lára Vilberg

  • FORSENDUR – FKA Þakkarviðurkenning er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Geirlaug Þorvaldsdóttir

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir

Katrín S. Óladóttir

Bryndís Brynjólfsdóttir

Anna Stefánsdóttir

Sigríður Ásdís Snævarr

Hildur Petersen

Hafdís Árnadóttir

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Guðný Guðjónsdóttir

Guðrún Edda Eggertsdóttir

Guðrún Lárusdóttir

Erla Wigelund

Dóra Guðbjört Jónsdóttir

Bára Magnúsdóttir

Guðrún Birna Gísladóttir

Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Erlendsdóttir

Rakel Olsen

Guðrún Steingrímsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir

Jórunn Brynjólfsdóttir

Unnur Arngrímsdóttir

Bára Sigurjónsdóttir

HLEKKUR TIL AÐ TILNEFNA HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“