fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl síðastliðnum kom upp atvik sem fólst í því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór íbúðavillt en það endaði með því að sérsveit ríkislögreglustjóra var send inn í íbúðina. Fór sveitin inn í íbúðina með skjöld og piparúða og skipaði húsráðanda að leggjast í gólfið. Segir nefnd um eftirlit með lögreglu að húsráðandi eigi inni afsökunarbeiðni og jafnvel rétt á bótum.

Nefndin komst að niðurstöðu í málinu í júní síðastliðnum en hún var ekki birt opinberlega fyrr en í október síðastliðnum.

Húsráðandinn lagði kvörtun fram til nefndarinnar tveimur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Sagði hann lögreglumenn hafa mætt á heimili hans fyrir mistök. Sagði hann einnig að framkoma lögreglumanna á vettvangi hafi verið óviðunandi og árásargjörn. Honum hafi verið ógnað með piparúða, sagt að leggjast á gólfið og ekki fengið að tjá sig. Þá tók húsráðandinn fram að hann hafi ekki fengið afsökunarbeiðni á vettvangi eftir þessi alvarlegu mistök.

Nefndin leitaði upplýsinga um málið frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem svaraði með því að senda lögregluskýrslu vegna málsins og upptökur úr búkmyndavélum.

Inn í vitlausa íbúð

Fram kom í skýrslunni að lögreglumennirnir hefðu komið inn á stigagang fjölbýlishúss en allar íbúðir reynst ómerktar. Í kjölfarið hafi orðið einhver ruglingur á íbúðum. Klukkan 22:08 hafi verið knúið á dyr umræddrar íbúðar. Húsráðandinn hafi komið til dyra en fengið þá skipun frá sérsveit um að leggjast í gólfið sem hann hafi gert, farið hafi verið inn með skjöld og piparúða.

Það er ekki sérstaklega tekið fram að þarna hafi verið á ferðinni sérsveit ríkislögreglustjóra en vart kemur önnur sérsveit til greina enda ekki vitað til þess að lögregla hér á landi hafi yfir annarri sérsveit að ráða. Hefur sérsveitin þá væntanlega verið í þetta skipti  fengin lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar eins og svo oft áður og eftir að þetta atvik átti sér stað.

Fram kemur í skýrslunni að húsráðandinn hafi verið á staðnum ásamt fjölskyldumeðlimum, þar á meðal barni. Fram kemur að lögreglumennirnir á vettvangi hafi fljótlega áttað sig á því að þeir hafi verið í rangri íbúð en ekki kemur fram hvort þeir hafi verið að leita að einhverjum sem býr í íbúð í sama fjölbýlishúsi. Í kjölfarið hafi verið gerð tilraun til þess að ræða við heimilisfólkið en þau ekki viljað ræða frekar við lögreglu og beðið lögreglumennina að yfirgefa íbúðina sem þeir hafi gert.

Afsökunarbeiðni

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir í sinni niðurstöðu að með hliðsjón af því hvernig málsatvikum var lýst í kvörtuninni og þeim gögnum sem nefndin hefur undir höndum sé afar óheppilegt að farið hafi verið inn í ranga íbúð og að húsráðandi og fjölskylda hans hafi orðið fyrir þessu atviki sem sé til þess fallið að valda þeim verulegu áfalli. Nefndin telur þó að um mannleg mistök hafi verið að ræða en ekki mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu.

Nefndin beinir þeim tilmælum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að umræddur einstaklingur sé beðinn formlega afsökunar og honum leiðbeint um rétt sinn til að sækja um bætur. Hvort sú afsökunarbeiðni hafi verið lögð fram liggur ekki fyrir.

Einnig beinir nefndin þeim tilmælum til embættisins að taka til skoðunar hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að mistök af þessu tagi endurtaki sig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman