fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. október 2025 07:10

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði venju samkvæmt í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista fjórir fangageymslur.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var ökumaður stöðvaður sem var með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni. Hann reyndist einnig vera með röng skráningarnúmer á bifreiðinni og er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur á lögreglustöð og fór málið í hefðbundið ferli.

Í sama umdæmi hafði lögregla hendur í hári ökumanns sem olli umferðaróhappi og forðaði sér af vettvangi. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna málsins.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var tilkynnt um einstakling sem var búinn að koma sér fyrir inni í hesthúsi. Var honum vísað á brott.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi.

Loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem greiddi ekki fyrir farið. Farþegarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika