

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var ökumaður stöðvaður sem var með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni. Hann reyndist einnig vera með röng skráningarnúmer á bifreiðinni og er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur á lögreglustöð og fór málið í hefðbundið ferli.
Í sama umdæmi hafði lögregla hendur í hári ökumanns sem olli umferðaróhappi og forðaði sér af vettvangi. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna málsins.
Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var tilkynnt um einstakling sem var búinn að koma sér fyrir inni í hesthúsi. Var honum vísað á brott.
Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi.
Loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem greiddi ekki fyrir farið. Farþegarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.