fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. október 2025 19:30

Aleksandra gat ekki opnað hurðina. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband frá pólskri konu, búsettri í Borgarnesi, hefur ratað í fjölmiðla í Póllandi. Hún gat ekki opnað útidyrahurð á heimili sínu vegna snjókomunnar miklu í vikunni.

„Mun einhver finna mig hér?“ skrifaði hin pólska Aleksandra í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að snjó hafði kyngt niður.

Svo mikill snjór var á heimili hennar að hún gat ekki opnað útidyrahurð. Í myndbandinu sést hún setja hendina út fyrir og taka mynd af sér fastri í húsinu.

@olaniemaparasola Islandio jestem zakochana po raz kolejny 🥰 #islandia#pierwszyśnieg#dlaciebie#zima ♬ dźwięk oryginalny – Aleksandra, PL/IS

Það hefur ekki aðeins snjóað á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Vesturland hefur fengið sinn skerf af snjókomu líka.

„Þetta er ekki að gerast,“ segir Aleksandra í myndbandinu sem hefur fengið mikla athygli. Í athugasemdum dáðust margir af fegurðinni sem fylgdi snjókomunni. Aðrir spurðu hvernig daglegt líf gengi fyrir sig á tímum sem þessum.

„Ferðu í vinnuna?“ spurði einn og Aleksandra svaraði að þeir sem kæmust með bílum sínum myndu gera það. En hins vegar væri sýndur skilningur á tímum sem þessum. Eins konar „veðurfræðilegt frí.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Í gær

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú