

Myndband frá pólskri konu, búsettri í Borgarnesi, hefur ratað í fjölmiðla í Póllandi. Hún gat ekki opnað útidyrahurð á heimili sínu vegna snjókomunnar miklu í vikunni.
„Mun einhver finna mig hér?“ skrifaði hin pólska Aleksandra í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að snjó hafði kyngt niður.
Svo mikill snjór var á heimili hennar að hún gat ekki opnað útidyrahurð. Í myndbandinu sést hún setja hendina út fyrir og taka mynd af sér fastri í húsinu.
@olaniemaparasola Islandio jestem zakochana po raz kolejny 🥰 #islandia#pierwszyśnieg#dlaciebie#zima ♬ dźwięk oryginalny – Aleksandra, PL/IS 
Það hefur ekki aðeins snjóað á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Vesturland hefur fengið sinn skerf af snjókomu líka.
„Þetta er ekki að gerast,“ segir Aleksandra í myndbandinu sem hefur fengið mikla athygli. Í athugasemdum dáðust margir af fegurðinni sem fylgdi snjókomunni. Aðrir spurðu hvernig daglegt líf gengi fyrir sig á tímum sem þessum.
„Ferðu í vinnuna?“ spurði einn og Aleksandra svaraði að þeir sem kæmust með bílum sínum myndu gera það. En hins vegar væri sýndur skilningur á tímum sem þessum. Eins konar „veðurfræðilegt frí.“